16.06.2011 22:18

Skjóttur........................



Glænýr hestur sem fæddist í dag undan Sporði frá Bergi og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Nú eru fimm hryssur kastaðar Létt í dag, Dimma kastaði 12 júní og átti rauða hryssu undan Hlyni frá Lambastöðum og síðan eru það hinar sem að ég var búin að segja ykkur frá.
Ekki hefur allt farið að óskum hjá hryssunum en Kolskör mín lét fyli undan Arði frá Brautarholti um daginn. Sorglegt að tapa afkæmi en svona er þetta stundum.
Bót í máli er að Kolskör er komin til höfðingjans aftur og nú gengur vonandi allt að óskum.
Arður hefur heldur betur verið að gera það gott að undanförnu og er nú efstur stóðhesta með 1 verðlaun fyrir afkvæmi á LM 2011. Hann hefur skotist fram úr mörgun stórstjörnum sem að fengu mikla athyggli ungir og mættu mun fyrr í dóm en Arður sem að var slasaður og kom ekki fram fyrr en 7 vetra. En sem betur fer trúðu margir á hann og þar á meðal ég sem að hef verið dyggur aðdáandi frá því ég sá hann fyrst.
Svo höfum við líka haldið undir tvo bræður hans Aldur og Alvar.

Ég fór norður á Vindheimamela á mánudaginn að dæma landsmótsúrtöku þriggja hestamannafélaga í Skagafirði. Mörg góð hross öttu þar kappi og stóðu dómar frá því kl 10 um morguninn fram til kl 21. Sem sagt algjört dómamaraþon og mjög gaman.

Það er ekki hægt að setjast niður og skrifa öðruvísi en að nefna aðeins veðrið, já ég veit þetta er ekki skemmtilegt efni en hvenær kemur eiginlega sumarið þetta vorið????

Á morgun er 17 júní og þá vill maður nú hafa þokkalegt veður..............svona eins og í fyrra.



Í dag rákum við kindurnar út af túninu en fram að þessu höfum við bara látið fara smá hópa út í einu. Það er skemmst frá því að segja að þær vildu bara alls ekki fara og lái þeim hver sem vill. Í ljós komu tveir nýir heimalingar svo að nú eru þeir sex og eiga örugglega eftir að verða fleiri. Rúmlega tuttugu kindur er ennþá inni og er það sennilega met á 17 júní en vafasamt met. Sex kindur eru eftir að bera, ég er farin að halda að þær ætli að bíða alveg þangað til sumarið kemur í alvöru.

Mér sýnist að við þurfum ekkert að hugsa um heyskap á næstunni svo það verður bara riðið út af fullum krafti í ,,blíðunni,, enda veitir ekki af nóg er á listanum.