07.06.2011 18:46
Karún mín köstuð og smá væl með............
Karún frá Hallkelsstaðahlíð með son sinn og Alvars frá Brautarholti.
Já hún er svolítið sniðug sú gamla þegar hún á jarpa hesta þá flýtir hún á sér og kastar öllum að óvörum uppí fjalli. Eða það mætti allavga halda það, kannske er hún búin að frétta að flestir hrossaræktendur vilja fá hryssur og verður því hálf feimin kellingin.
En þessum kappa var vel fagnað og boðinn velkominn í þennan kalda harða heim.
Nafnavalið er erfitt og enn ekki komið nafn í loftið sem að samþykki hefur hlotið hjá eigandanum.
Mummi kallar hann Lífeyrissjóð og finnst það í rökréttu framhaldi af nafni bróður hans sem heitir Sparisjóður.
Í gær var byrjað að bera á og hefur það ekki verið gert svona seint í mörg ár allt útaf hundleiðinlegu tíðarfari. Það eru öll vorverk gerð í kuldagalla og eins og þið sjáið á myndinni þá er úthagi grár og gugginn.
Og til að kóróna skemmtilegheitin í veðrinu verð ég að segja ykkur að ég var að marka út lambfé áðan í hörku haggli og sliddu sem að allt í einu var boðið uppá með sólinni.
Ég rígheld í bullandi jákvæðni og held því fram að það sem ekki drepur það herðir.
Verð þó að deila með ykkur að ég stórefast um að heyskapurinn trufli landsmótsfara, að flagið spretti úr sér, að lömbin verði stór í haust og að kartöflurnar verði í matinn um verslunarmannahelgi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir