04.06.2011 00:14

Örfréttir.

Kuldi og hundleiðinlegt veður..................æi nei við skulum ekkert vera að ergja okkur á því, heldur hlakka til blíðunnar sem að kemur bráðum og verður lengi.

Sauðburðurinn alveg að verða búinn aðeins 16 kindur eftir og allir gemlingar búnir en vafasamt met var slegið hér þann 1 júní þegar hátt í tvöhundruð kindur voru inni ennþá.
Sprettan hefur gengið afar hægt og er úthagi ljótur svo að það var með blóðbragð í munni sem að við settum ca 70 kindur með lömbum uppí fjall í gær.

Ekki hafa fleiri hryssur kastað og varla von á fleiri folöldum fyrr en í júní en þá bætist vel í hópinn.
Tamningahross koma og fara en í gær bættist einn þriggja vetra kappi í hópinn sem kom til að eyða sumrinu hér í fjallinu. Gullfallegur brúnsokkóttur sonur Þrists frá Feti sem stoppar aðeins við í hesthúsinu til að læra guðsótta og góða siði svo að honum verði vel af fjallaloftinu.
Nú fara hestaleiguhestarnir að koma heim úr fjallinu taka smá þjálfunnarprógram og hefja síðan störf fljóttlega. Eins bætast við hestar sem koma í sölu og framhaldsþjálfun.

Veiðitímabilið hefur farið hægt af stað enda veðrið ekki verið eins og veiðimenn óska sér.
En um helgina lítur út fyrir að nokkrir veiðimenn muni freista gæfunnar og mæta á vatnsbakkann. Vonandi get ég sagt ykkur aflatölum eftir helgina.