04.05.2011 08:32

Komin heim frá Noregi



Mummi og uppáhalds vinur hans að leika sér á Hólum.

Ég er komin heim eftir að hafa átt góða daga í Noregi við að dæma flott hross og góða knapa.
Veðrið lék við mig og ég er sannfærð um að hafa komið heim með vorið. Móttökurnar voru frábærar, skemmtilegt að hitta fólkið og sjá hestana sem að ég þekkti hér að heiman.
Myndir og nánar um Noregsferð síðar.

Skúli skellti sér norður að Hólum á laugardaginn til að sjá sýningu þriðja árs nema Hólaskóla.
Sýningin að þessu sinni hét ,, Leiðin á toppinn,,
Ég dauðöfundaði hann en var samt ánægð með mitt hlutskipti en gaman hefði nú verið að sjá flottu Hólakrakkana líka. Mummi var með atriðið ,,Traust og samspil,, þar notaði hann Fannar sinn sem treystir Mumma til ótrúlegustu hluta m.a leikur sér með stóran bolta og stekkur yfir eld. Krapi kom líka fram í atriðinu til að sýna vinnuna á fyrri stigum en þeir vinirnir hafa jú ekki verði jafnlengi saman og Mummi og Fannar ,,gömlu karlarnir,,
Krakkarnir kynntu síðan lokaverkefnin sín sem að voru mjög fjölbreytt og skemmtileg.
Skúli fór líka á sýninguna um kvöldið og lét vel af.

Þann 1 maí fæddust hér lambakóngur og lambadrottning þegar gamla Útigöngu-Grána bar.
Í dag eiga svo kindurnar sem að voru sæddar tal svo að nú fer að færast fjör í leikinn.
Um helgina næstu fer svo stóra skriðan í fjárhúsunum af stað.