20.04.2011 22:18

Járningamaðurinn minn.



Þessi var ekki gamall þegar áhugi vaknaði á járningum og þá var bara byrjað að æfa sig.



Handtökin nokkuð góð og höfðinginn Bliki tók þessu öllu með jafnaðargeði.



Vanda sig .........hælarnir verða að vera jafnir..................svo að skeifan sitji rétt.



Allt að koma...........ætli ég verði að setja hann á botna og sílikon ???



Úff þetta tekur á mann........................svo verð ég kannske á Hólum eftir 20 ár svo það er eins gott að byrja snemma að æfa sig.



............ekki á botna ??? 
Nei það er svo sem óþarfi en ekki trufla mig meira..........



Og skeifan passar svona ljómandi vel á snillinginn Blika.

Þessar myndir eru teknar í hesthúsinu sem að við áttum í Borgarnesi veturinn þegar Mummi var 4 ára. Hesturinn er Bliki frá Hallkelsstaðahlíð ógleymanlegur höfðingi sem að Ragnar frændi minn átti. Bliki var ein besta barnfóstra sem að ég hef kynnst og óendanlega umburðarlindur við lítinn hestamann.
Bliki var frábær reiðhestur með yndislegt geðslag, ég hef oft hugsað til hans í gegnum árin og hugleitt hversu gott það gæti stundum verið að klóna svona gripi.