05.04.2011 23:03

Margir merkis dagar



Rósmundur í rólegheitunum..............................gæti þessi mynd heitið en þetta er Rósmundur sonur Sporðs frá Bergi og Sunnu okkar.
Hann ber höfuð og herðar yfir alla jafnaldra sína hér á bæ og næst í stærðarröðinni er systir hans Auðséð Sporðsdóttir.
Nú er ég farin að hugsa til vorsins og þá er svo gaman að velta vöngum yfir því hvað hver hryssa kemur til með að færa okkur í vor.
Ef að allt fer að óskum mun Rósmundur eignast þrjú hálfsystkyni hér á bæ með vorinu.
Ég ætti kannske að taka mig til og kynna ykkur hvað er væntanlegt af folöldum hér í vor ef að Guð lofar.

Meistari Salómon svarti átti afmæli í gær og fagnaði þar með 12 árum (84 ) kannske ekki í frásögu færandi að köttur eigi afmæli en hann Salómon er nú engum líkur.
Sannkallaður konungur ljónanna hér í fjöllunum.

Neisti litli veturgamall sonur Dimmu og Gosa fárveiktist í dag og urðum við að kalla á hann Rúnar dýralæknir til að koma og meðhöndla hann. Nú eru höfð vaktaskipti til að fylgjast sem best með honum en hann er enn mikið veikur. Vonum það besta.

Ef að illa liggur á mér á næstu dögum mun ég deila einhverju Icesavebulli með ykkur hér á síðunni. Annars fer ég bara og kýs gáfulega á laugardaginn.