21.03.2011 21:45
Fréttir
Eins og þið hafið séð hefur bloggið orðið illilega útundan hjá mér síðustu vikuna en nú skal úr því bætt. Ekki var það fréttaskortur sem að orsakaði þessa ritleti heldur nægt framboð af hinum ýmsu verkefnum.
Skúli hefur verið að hlaupa í rúning þegar ekki hefur viðrað til útreiða og ég því á köflum verið ansi einráð í hesthúsinu. Góð lausn hjá honum því að annars værum við bara að jagast um hver tæki meiri tíma í inniaðstöðunni. Því eins og það er nú gaman að ríða út í góðu veðri og skemmtilegu vetrarfæri þá er jafn leiðinlegt að basla í vondu veðri oft með ung trippi.
Svona er maður nú orðinn kröfuharður eftir góða veðrið síðast liðna vetur.
Astrid hefur svo komið reglulega og aðstoðað okkur helling bæði í fjárhúsunum og hesthúsinu.
Núna er Guðbjörn mættur svo að ,,skítamálin,, verða brátt draumamálin ein:)
Á laugardaginn fór ég norður í Skagafjörð á endurmenntunnarnámskeið íþróttadómara sem haldið var á Sauðarkróki. Veðrið var frekar leiðinlegt og því alveg ljómandi gott að fá far með góðu fólki. Takk fyrir mig Erla og Jonni.
Já vel á mynnst þegar ég var að bruna í Borgarnes í veg fyrir samferðarfólkið klukkan rúmlega sex um morguninn, sá ég sjaldgjæfa sjón allavega hér í Hnappadalnum á þessum árstíma. Jeppa var lagt við útskot sem ætlað er Gullborgarhellagestum og öðrum ferðamönnum, við hliðina á bílnum var tjald sem að ferðalangarnir höfðu sett upp.
Ég var kappklædd með miðstöðina í botni en fékk samt ónotalegan kuldahroll við að sjá þetta.
Svona í túnaði sagt þá er alveg nóg fyrir mig að sofa í tjaldi annað hvert ár á heitasta tíma ársins...... nánar tiltekið á landsmóti.
Í gær kom svo hann Jonni okkar norski,sónarskoðaði kindurnar og taldi í þeim fóstrin.
Spurning hvort að ég á ekki bara að setja punktinn hér?
Nei læt það flakka þó svo að ásetningur minn sé oftast sá að deila hér jákvæðni í hærra hlutfalli en neikvæðni. En útkoman er þannig að við erum langt í frá ánægð og ljóst er að við fáum sennilega um hundrað færri lömb en við bjuggumst við. Tveir yngstu árgangarnir koma illa út hvor á sinn máta um helmingur gemlinganna eru geldir og 30% af tvævetlunum eru með eitt lamb.
Eldri árgangar koma nokkuð vel út og sumir afbragðs vel, ef að frá eru dregnir gemlingarnir þá er ekki fleira gelt en venjulega.
Nú standa yfir vísindarannsóknir um frjósemi og ýmislegt fleira og kemur vonandi eitthvað gáfulegt út úr því.
Að lokum nokkrar staðreyndir..............og að sjálfsögðu fyrst þær jákvæðu.
Jákvætt:
Nóg pláss um sauðburðinn þar sem að geldfé verður komið út í vorblíðuna.
Þarf ekki að nota merkin yfir 1100 þau verða því geymd til betri tíma.
Pálína forustusnillingur og Fera gamla eru báðar með tvo lömb í bumbunni.........vonandi gimbrar.
Mamma Sindra Kveiks klikkaði ekki frekar en venjulega og er með þremur.
Neikvætt:
Von á mun færri lömbum en venjulega.
Hef fjárfest í of mörgum lambamerkjum og þarf að liggja með þau í geymslunni.
Stórir og myndarlegir gemlingar lamblausir.
Innleggið í haust aumingjalegra en til stóð.
Vafaatriði:
Átrúnaðargoðið Golsa geld, notar árið í að stækka........ svo getur hún bara fóstrað Kela kött þar sem að þau eru alveg í stíl hvað ,,litasetteringu,, varðar.
Sýltkolla mín með einu lambi sem ekki hefur gerst áður.........æi greyið verður nú að fara vel með sig.
Er útkoman ESB, Icesave eða ríkisstjórninni að kenna?
Maður bara spyr sig????????
Skúli hefur verið að hlaupa í rúning þegar ekki hefur viðrað til útreiða og ég því á köflum verið ansi einráð í hesthúsinu. Góð lausn hjá honum því að annars værum við bara að jagast um hver tæki meiri tíma í inniaðstöðunni. Því eins og það er nú gaman að ríða út í góðu veðri og skemmtilegu vetrarfæri þá er jafn leiðinlegt að basla í vondu veðri oft með ung trippi.
Svona er maður nú orðinn kröfuharður eftir góða veðrið síðast liðna vetur.
Astrid hefur svo komið reglulega og aðstoðað okkur helling bæði í fjárhúsunum og hesthúsinu.
Núna er Guðbjörn mættur svo að ,,skítamálin,, verða brátt draumamálin ein:)
Á laugardaginn fór ég norður í Skagafjörð á endurmenntunnarnámskeið íþróttadómara sem haldið var á Sauðarkróki. Veðrið var frekar leiðinlegt og því alveg ljómandi gott að fá far með góðu fólki. Takk fyrir mig Erla og Jonni.
Já vel á mynnst þegar ég var að bruna í Borgarnes í veg fyrir samferðarfólkið klukkan rúmlega sex um morguninn, sá ég sjaldgjæfa sjón allavega hér í Hnappadalnum á þessum árstíma. Jeppa var lagt við útskot sem ætlað er Gullborgarhellagestum og öðrum ferðamönnum, við hliðina á bílnum var tjald sem að ferðalangarnir höfðu sett upp.
Ég var kappklædd með miðstöðina í botni en fékk samt ónotalegan kuldahroll við að sjá þetta.
Svona í túnaði sagt þá er alveg nóg fyrir mig að sofa í tjaldi annað hvert ár á heitasta tíma ársins...... nánar tiltekið á landsmóti.
Í gær kom svo hann Jonni okkar norski,sónarskoðaði kindurnar og taldi í þeim fóstrin.
Spurning hvort að ég á ekki bara að setja punktinn hér?
Nei læt það flakka þó svo að ásetningur minn sé oftast sá að deila hér jákvæðni í hærra hlutfalli en neikvæðni. En útkoman er þannig að við erum langt í frá ánægð og ljóst er að við fáum sennilega um hundrað færri lömb en við bjuggumst við. Tveir yngstu árgangarnir koma illa út hvor á sinn máta um helmingur gemlinganna eru geldir og 30% af tvævetlunum eru með eitt lamb.
Eldri árgangar koma nokkuð vel út og sumir afbragðs vel, ef að frá eru dregnir gemlingarnir þá er ekki fleira gelt en venjulega.
Nú standa yfir vísindarannsóknir um frjósemi og ýmislegt fleira og kemur vonandi eitthvað gáfulegt út úr því.
Að lokum nokkrar staðreyndir..............og að sjálfsögðu fyrst þær jákvæðu.
Jákvætt:
Nóg pláss um sauðburðinn þar sem að geldfé verður komið út í vorblíðuna.
Þarf ekki að nota merkin yfir 1100 þau verða því geymd til betri tíma.
Pálína forustusnillingur og Fera gamla eru báðar með tvo lömb í bumbunni.........vonandi gimbrar.
Mamma Sindra Kveiks klikkaði ekki frekar en venjulega og er með þremur.
Neikvætt:
Von á mun færri lömbum en venjulega.
Hef fjárfest í of mörgum lambamerkjum og þarf að liggja með þau í geymslunni.
Stórir og myndarlegir gemlingar lamblausir.
Innleggið í haust aumingjalegra en til stóð.
Vafaatriði:
Átrúnaðargoðið Golsa geld, notar árið í að stækka........ svo getur hún bara fóstrað Kela kött þar sem að þau eru alveg í stíl hvað ,,litasetteringu,, varðar.
Sýltkolla mín með einu lambi sem ekki hefur gerst áður.........æi greyið verður nú að fara vel með sig.
Er útkoman ESB, Icesave eða ríkisstjórninni að kenna?
Maður bara spyr sig????????
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir