07.03.2011 21:34
Bolla bolla
Veðrið var í full miklu aðalhlutverki á ís-landsmótinu á Svínavatni um helgina en þrátt fyrir það sá ég mörg frábær hross.
Við Ámundi Sigurðsson fórum norður til að dæma fjölda hrossa sem skráð voru til leiks.
Já það gekk á með slæmum éljum og hvassviðri á meðan keppnin fór fram en þarna voru hraustir knapar og hörkuhross sem að komust í gegnum þetta með hörkunni.
Margir gripir heilluðu og var gæðingurinn Ögri frá Hólum valinn glæsilegasti hesturinn, hann sigraði einnig B flokkinn með knapa sinn Sölva Sigurðarson. Í öðru sæti var Blær frá Hesti og Tryggvi Björnsson, þriðja sæti var Dalur frá Háleggsstöðum og Barbara Wenzl. Einni kommu neðar var svo Hríma frá Þjóðólfshaga og Sigurður Sigurðarson.
Sigurvegarí í A flokki var Seyðir frá Hafsteinsstöðum og Þórarinn Eymundsson, öðru sæti var Heljar frá Hemlu og Vignir Siggeirsson, þriðja sæti var svo Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir.
Stöllurnar Jódís frá Ferjubakka og Hulda Finnsdóttir sigruðu svo töltið og í öðru sæti var Díva frá Álfhólum og Sara Ástþórsdóttir, þriðja sæti var Blæja frá Lýtingsstöðum og Sigurður Sigurðarson.
Ekki spillti fyrir að við dómararnir fengum góða ferðafélaga með okkur norður og að sjálfsögðu til baka.
Takk fyrir daginn þetta var skemmtilegt.
Dagurinn í dag hafði uppá ýmislegt að bjóða auk venjulegs amsturs svo sem bollubakstur sem heppnaðist með ágætum. Á morgun er það svo saltkjöt og baunir samkvæmt venju.
Ekki dugði til að fjölmiðlarnir hefðu ofurlaun bankastjóra til umræðu í dag svo að þeir mundu sleppa við að tyggja gömlu tugguna um að óvíst væri hvort að þjóðin lifði bollu og saltkjötsátið af. Ótrúlegt hvað þetta er alltaf fréttnæmt að þeirra mati spurning hvort að þeir séu ekki markvisst forritaðir? Sem sagt eins og ,,eitt stórt samsæri,,
Allavega er með ólíkindum að þessi tugga gleymist aldrei.
Ég hef hugsað mér að borða bæði saltkjöt og baunir með bestu list og verða örugglega vel af.
Nú styttist í að við förum að kíkja í ,,kindajólapakkana,, sem sagt að sónarskoða kindurnar og telja í þeim væntanleg lömb. Jonni norðmaður fer að mæta til okkar eins og nokkur undanfarin ár og upplýsa hvað séu mörg lömb í vændum. Bara spennandi.
Aftekning er líka handan við hornið enda ekki í boði fyrir rolludömurnar að fara ósnyrtar í sónarinn.
Myndavélaleti húsfreyjunnar er ófyrirgefanleg og rétt að fara úthugsa viðurlög ef að þetta fer ekki að lagast.
Að lokum..............væri ekki sniðugt að skrifa í gestabókina bara svona uppá grín???
Við Ámundi Sigurðsson fórum norður til að dæma fjölda hrossa sem skráð voru til leiks.
Já það gekk á með slæmum éljum og hvassviðri á meðan keppnin fór fram en þarna voru hraustir knapar og hörkuhross sem að komust í gegnum þetta með hörkunni.
Margir gripir heilluðu og var gæðingurinn Ögri frá Hólum valinn glæsilegasti hesturinn, hann sigraði einnig B flokkinn með knapa sinn Sölva Sigurðarson. Í öðru sæti var Blær frá Hesti og Tryggvi Björnsson, þriðja sæti var Dalur frá Háleggsstöðum og Barbara Wenzl. Einni kommu neðar var svo Hríma frá Þjóðólfshaga og Sigurður Sigurðarson.
Sigurvegarí í A flokki var Seyðir frá Hafsteinsstöðum og Þórarinn Eymundsson, öðru sæti var Heljar frá Hemlu og Vignir Siggeirsson, þriðja sæti var svo Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir.
Stöllurnar Jódís frá Ferjubakka og Hulda Finnsdóttir sigruðu svo töltið og í öðru sæti var Díva frá Álfhólum og Sara Ástþórsdóttir, þriðja sæti var Blæja frá Lýtingsstöðum og Sigurður Sigurðarson.
Ekki spillti fyrir að við dómararnir fengum góða ferðafélaga með okkur norður og að sjálfsögðu til baka.
Takk fyrir daginn þetta var skemmtilegt.
Dagurinn í dag hafði uppá ýmislegt að bjóða auk venjulegs amsturs svo sem bollubakstur sem heppnaðist með ágætum. Á morgun er það svo saltkjöt og baunir samkvæmt venju.
Ekki dugði til að fjölmiðlarnir hefðu ofurlaun bankastjóra til umræðu í dag svo að þeir mundu sleppa við að tyggja gömlu tugguna um að óvíst væri hvort að þjóðin lifði bollu og saltkjötsátið af. Ótrúlegt hvað þetta er alltaf fréttnæmt að þeirra mati spurning hvort að þeir séu ekki markvisst forritaðir? Sem sagt eins og ,,eitt stórt samsæri,,
Allavega er með ólíkindum að þessi tugga gleymist aldrei.
Ég hef hugsað mér að borða bæði saltkjöt og baunir með bestu list og verða örugglega vel af.
Nú styttist í að við förum að kíkja í ,,kindajólapakkana,, sem sagt að sónarskoða kindurnar og telja í þeim væntanleg lömb. Jonni norðmaður fer að mæta til okkar eins og nokkur undanfarin ár og upplýsa hvað séu mörg lömb í vændum. Bara spennandi.
Aftekning er líka handan við hornið enda ekki í boði fyrir rolludömurnar að fara ósnyrtar í sónarinn.
Myndavélaleti húsfreyjunnar er ófyrirgefanleg og rétt að fara úthugsa viðurlög ef að þetta fer ekki að lagast.
Að lokum..............væri ekki sniðugt að skrifa í gestabókina bara svona uppá grín???
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir