02.03.2011 12:16

Hóladrengir og ýmislegt fleira



Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð og Mummi að leika sér í blíðunni á Hólum.



Mér sýnist þeim bara semja þokkalega strákunum.



Ég væri nú að plata ef ég segðist ekki sakna Sjóðsins jafnvel þó að ég sé núna með tvo bræður hans í þjálfun og litla bróðurinn í dekri. Sumir eru bara skemmtilegri en aðrir.

Mummi kom heim í helgarfrí um síðustu helgi og þá rændi ég þessum myndum af þeim köppum. Vonandi fæ ég svo fljóttlega myndir af fleiri hrossum sem að Mummi er með í þjálfun á Hólum. Þegar Mummi kemur heim er hann gripinn í hörku reiðkennslu því auðvitað þurfum við að fylgjast með hvað er nýtt á döfinni hjá Hólanemendum.
Þetta er ekki bara frekja og tilætlunnarsemi heldur fær hann líka gott tækifæri til að æfa sig að  kenna ,,góðum,, nemendum
:) ...........eða ???