10.02.2011 20:49
Undirbúningur.................
Eins og ég var byrjuð að segja ykkur í dag þá er allt á fullu við undirbúning fyrir afmælishátíð FT sem haldin verður þann 19 febrúar n.k
Stjórn FT og hluti afmælisnefndarinnar funduðu í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var tekið á því í orði og verki.
Svipurinn á Marteini gefur til kynna að hann sé nú ekki alveg sannfærður undir ræðu Mumma.
En þarna hefur hann greinilega náð vopnum sínum og finnst það ekki leiðinlegt.
Ritari félagsins skráði allt sem fram fór af mikilli nákvæmni eins og vera ber.
Það veit nú alltaf á gott ef að gjaldkerinn brosir................vonum að það endist áfram.
Tæknimaðurinn okkar var líka brosleitur svo að sennilega er bara allt í stakasta lagi.
Og fundaraðstaðan ekki var hún dónalega stórglæsilegt hesthús hjá þeim heiðurshjónum Huldu og Bjarna. Til hamingju með hesthúsið og flottu inni aðstöðuna Hulda og Bjarni.
Þessi kappi er nú knúsaður alla daga enda algjör öðlingur, stóðhesturinn Þristur frá Fet á svítu með gott útsýni innum kaffistofugluggann hjá Huldu.
Fundurinn gekk vel og nú eru línur farnar að skýrast, ég bendi ykkur á að fara inná heimasíðu FT og fleiri hestasíður sem birta munu fréttir á næstu dögum.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir