05.01.2011 22:31

Kvatt í kulda



Tveir draumaprinsar þeir Þorri og Ófeigur Deilu og Kátssynir.

Það var orðið svo langt síðan ég hef sett inn mynd af þeim hér á síðuna að mér fannst það orðið alveg tímabært. Þeir eins og aðrir hundar hér í gamla Kolbeinsstaðahreppi fengu heimsókn frá Rúnari dýralækni í gær. Rúnar sér alltaf um hundahreinsunina og er uppáhalds vinur hundanna allavega hér á bæ því að hundahreinsitöflunum fylgir alltaf hnetusmjör eða lifrarkæfa.

Það var heldur betur kalt hér í dag frost og strekkingur, þrátt fyrir það voru sýnd hér mörg hross. Já það voru margir eigendur á ferðinni í dag og líka í gær.

Þessa dagana eru hestar að koma og aðrir að fara, eins gott að veðurspáin og veðrið verði gott á næstunni. Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að ferðast með hestakerru í vondu veðri.

Í dag kvöddum við líka nokkra höfðingja sem að héldu til nýrra ,,heimkynna,, þetta voru þau Spóla, Skeifa, Taktur, Frosti og Sólmundur.
Takk fyrir samfylgdina, svona er lífið...............