02.01.2011 21:14
Góður er andinn á Hafurstöðum
Eins og við var að búast byrjaði árið með stæl.
Eftir friðsamt og gott gamlárskvöld með spilamennsku, sjónvarpsglápi og vinakveðjum var nýársdagurinn tekinn rólega. Árlegt sprengji nýjársboð á Bíldhóli var skemmtilegt að venju og ekki sveik perutertan hjá Halldísi.
Endalaus veisluhöld og ofát hafa einkennt síðustu vikuna svo það er eins gott að hafa nóg að gera úti við á næstunni.
Ég held að mér líði núna eins og smalaklárum sem teknir eru beint af góðum grösum og sendir í leitir. Já það er eins gott að jólin eru bara einu sinni á ári.
Það var vorveður í Hlíðinni í dag hiti, logn og þoka, já svo sannarlega þoka sem reyndist sumum erfið viðureignar. Uppúr hádegi kom tilkynning um að manns væri saknað sem að lagt hafði í göngu frá Hítardal. Voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar uppí Hítardal.
Mér varð á orði þegar ég fór í hesthúsið eftir hádegið að sennilega væri best að bruna innað Hafurstöðum sem er eyðibýli hér fyrir innan og finna manninn. Þetta kom uppí hugann en gleymdist fljótt þar sem að gesti bara að garði og frekar var um óskhyggju að ræða en trú að að maðurinn fyndist þar. Hugsaði samt um það hversu auðvelt það væri að beygja aðeins af leið í svona þoku jafnvel þó að maður þekkti vel til.
Það var svo eftir miðjan dag að björgunarsveitir komu hingað til að leita mannsins, stutt var í myrkur og brunaði Mummi með þeim suður að Hafurstöðum.
Og viti menn þar var maðurinn kominn og beið við rústirnar af gamla Hafurstaðabænum.
Já andarnir á Hafurstöðum eru góðir heim að sækja og passa vel uppá góða gesti.
Það var því glatt á hjalla við eldhúsborðið hjá okkur þegar heim var komið, gaman að fá svona marga góða gesti og fyrir mestu að allt fór vel.
Ég er búin að lesa nokkrar bækur og langar að nefna tvær sem að ég hafði mjög gaman af en það eru bækurnar um Möggu í Dalsmynni og Sæmund Sigmundsson.
Magga er eins og ég hef lengi vitað eða frá því að við vorum saman í ,,rófubandalagi,, stórskemmtileg og hefur sýn á lífið sem ég held að mögum væri hollt nú til dags.
Ég held að það væri heillaráð hjá þeim sem eru í leit að andlegum sjálfshjálparbókum að lesa bókina hennar Möggu það leynist ansi margt í henni sem gott er fyrir hugann.
Svo skemmir nú ekki fyrir að hún hefur enn ekki fundið neitt skárra til að kjósa en Framsóknarflokkinn.
Bókin hans Sæmundar er líka skemmtileg og fróðleg lesning sem vert er að gefa sér tíma til að lesa. Góðar frásagnir og ekki skemma myndirnar fyrir sem að lífga uppá bókina.
Já Sæmundur er alltaf flottur.
Á fimmtudaginn síðasta fór ég á kennslusýningu hjá Sigurbirni Bárðarsyni sem haldin var í Gusti. Þar fór kappinn á kostum og fræddi ekki bara viðstadda heldur skemmti þeim að lífi og sál. Fyrst ræddi hann um beislabúnað en síðan kom hann með gæðinginn Líf frá Möðrufelli og sýndu þau í sameiningu ýmsar þjálfunaraðferðir sem hann notar í byrjun vetrar.
Skemmtilegt kvöld og bara byrjunin á því sem að Félag tamningamanna ætlar að bjóða uppá víða um landið í vetur.
Eftir friðsamt og gott gamlárskvöld með spilamennsku, sjónvarpsglápi og vinakveðjum var nýársdagurinn tekinn rólega. Árlegt sprengji nýjársboð á Bíldhóli var skemmtilegt að venju og ekki sveik perutertan hjá Halldísi.
Endalaus veisluhöld og ofát hafa einkennt síðustu vikuna svo það er eins gott að hafa nóg að gera úti við á næstunni.
Ég held að mér líði núna eins og smalaklárum sem teknir eru beint af góðum grösum og sendir í leitir. Já það er eins gott að jólin eru bara einu sinni á ári.
Það var vorveður í Hlíðinni í dag hiti, logn og þoka, já svo sannarlega þoka sem reyndist sumum erfið viðureignar. Uppúr hádegi kom tilkynning um að manns væri saknað sem að lagt hafði í göngu frá Hítardal. Voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar uppí Hítardal.
Mér varð á orði þegar ég fór í hesthúsið eftir hádegið að sennilega væri best að bruna innað Hafurstöðum sem er eyðibýli hér fyrir innan og finna manninn. Þetta kom uppí hugann en gleymdist fljótt þar sem að gesti bara að garði og frekar var um óskhyggju að ræða en trú að að maðurinn fyndist þar. Hugsaði samt um það hversu auðvelt það væri að beygja aðeins af leið í svona þoku jafnvel þó að maður þekkti vel til.
Það var svo eftir miðjan dag að björgunarsveitir komu hingað til að leita mannsins, stutt var í myrkur og brunaði Mummi með þeim suður að Hafurstöðum.
Og viti menn þar var maðurinn kominn og beið við rústirnar af gamla Hafurstaðabænum.
Já andarnir á Hafurstöðum eru góðir heim að sækja og passa vel uppá góða gesti.
Það var því glatt á hjalla við eldhúsborðið hjá okkur þegar heim var komið, gaman að fá svona marga góða gesti og fyrir mestu að allt fór vel.
Ég er búin að lesa nokkrar bækur og langar að nefna tvær sem að ég hafði mjög gaman af en það eru bækurnar um Möggu í Dalsmynni og Sæmund Sigmundsson.
Magga er eins og ég hef lengi vitað eða frá því að við vorum saman í ,,rófubandalagi,, stórskemmtileg og hefur sýn á lífið sem ég held að mögum væri hollt nú til dags.
Ég held að það væri heillaráð hjá þeim sem eru í leit að andlegum sjálfshjálparbókum að lesa bókina hennar Möggu það leynist ansi margt í henni sem gott er fyrir hugann.
Svo skemmir nú ekki fyrir að hún hefur enn ekki fundið neitt skárra til að kjósa en Framsóknarflokkinn.
Bókin hans Sæmundar er líka skemmtileg og fróðleg lesning sem vert er að gefa sér tíma til að lesa. Góðar frásagnir og ekki skemma myndirnar fyrir sem að lífga uppá bókina.
Já Sæmundur er alltaf flottur.
Á fimmtudaginn síðasta fór ég á kennslusýningu hjá Sigurbirni Bárðarsyni sem haldin var í Gusti. Þar fór kappinn á kostum og fræddi ekki bara viðstadda heldur skemmti þeim að lífi og sál. Fyrst ræddi hann um beislabúnað en síðan kom hann með gæðinginn Líf frá Möðrufelli og sýndu þau í sameiningu ýmsar þjálfunaraðferðir sem hann notar í byrjun vetrar.
Skemmtilegt kvöld og bara byrjunin á því sem að Félag tamningamanna ætlar að bjóða uppá víða um landið í vetur.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir