21.12.2010 23:01
Jólin eru að koma.....
Ég var að rifja upp árið í myndasafninu mínu og fann þessar glaðlegu og hressu dömur þar.
Astrid og Króna, Anne og Freyja, Sandra og Folda.
Nú er Astrid farinn til Danmerkur í jólafrí og Anne væntanleg á milli jóla og nýárs, spurning hvenær Sandra kemur aftur ? :)
Bakstri, þrifum og öðrum skemmtileg heitum er skipt bróðurlega á milli ábúenda svo að innan skamms tökum við undir í jólalaginu.........og syngjum ,,nú mega jólin koma fyrir mér,,
Hefðin er sterk og flestar uppskriftir þær sömu og síðast en þó með smá útúr dúrum.
Þrif og gardínuþvottur á sínum stað því hin hefðbundni vorhreingerningartíminn hentar mér afar illa. Á þeim tíma eru hestamót, dómstörf, sauðburður já og bara vorið og þá hemst ekki húsfreyjan inni við.
Á morgun er það svo jólasveinastarfið sem bíður pakkadreifingar með nettu hangikjötsívafi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir