02.12.2010 22:51
FT fundur og fleira
Það var fallegt vetrar veður hér í Hlíðinni í dag, örlítið frost, logn og sólin skein í fjöllin.
Já nú sést ekki sólin aftur hér fyrr en 14 jánúar og þá verða sko bakaðar pönnukökur að gömlum sið.
Svo er orðið svo jólalegt þegar við horfum uppí gamla hús, seríur og ljós í öllum gluggum.
Mér sýnist að ég sé nú þegar búin að tapa í fyrirhuguðu stjörnustríði.
Aðalfundur Félags tamningamanna er á morgun og verður haldinn á Kænunni í Hafnarfirði og hefst kl 18.oo
Auk venjulegra aðalfundastarfa mun Víkingur Gunnarsson deildarstjóri hrossaræktardeildar Hólaskóla kynna nýtt BS nám við skólann.
Kvöldverður í boði félagsins, vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta og taka þátt í starfinu.
Nákvæmar hestafréttir bíða betri tíma en nú er heldur betur að lifna yfir hesthúsinu.
Ég held að besti hesturinn í dag hafi verið uppáhalds hesturinn minn.......................allavega sá næst besti.