29.11.2010 01:42

Örfréttir.

Góð helgi að baki þar sem farið var í skemmtilegt afmæli, árshátíð og matarboð.
Já alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk.
Afmælisveislan var hjá sextugum Svani sem að sló upp glæsilegri veislu með frábærum veitingum að hætti Kela verts á Görðum. Fyrrverandi borgarstjóri stjórnaði veislunni og fórst það afar vel, hagyrðingar fóru á kostum og múrarakórinn var flottur.
Virkilega gaman takk fyrir skemmtilega kvöldstund.

Flottar frænkur mættu líka í heimsókn um helgina ,,Hildirnar,, eins og ég kalla þær, hljómar samt ekki vel. En meiningin góð Hildur, E.Hildur, Ásthildur og Matthildur.
Nýbakað og flott af því tilefni í því efra.

Matarboð hjá yngra settinu í Skáney klikkar ekki, áttum skemmtilega kvöldstund þar með frábærum veitingum. Litli skemmtikrafturinn stóð sig líka vel og kunni vel að meta hversu auðvellt var að láta gestina hlæja eftir pöntun.

Skítmokstur var drifinn af föstudaginn og laugardaginn með góðri aðstoð ,,okkar,, manna.
Notaleg tilfinning þegar svona verkefni eru frá.