15.11.2010 09:23
Snotra og Baddi frændi
Snotra mín og Baddi frændi úr Garaðabænum............vá hvað þú ert flottur frændi.
Baddi er fæddur hér í Hlíðinni undan gömlu Snotru minni og Rebba sem að lengst af bjó í Hundadal. Baddi flutti í Garðabæinn ungur að árum og hefur átt þar draumaævi hjá Erlu Guðnýju og fjölskyldu.
Hann er samt alltaf kátur að koma í heimsókn á æskuslóðirnar og fá smá útrás.
Og svo smá sirkus á hestasteininum í sólinni.
Ég set inn fleiri myndir af Snotru og Badda við tækifæri.
Við fengum góða heimsókn um helgina og var ýmislegt brallað en það er alveg klárt að Golsa heimalingur var í aðalhlutverkinu.
Myndir frá því koma inn þegar ég hef meiri tíma.
Alltaf nóg um að vera á næstunni stendur til að klára aftekningar, skítmokstur og fundir eru á döfinni, tamningar og margt fleira.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir