04.11.2010 22:49
Glotthildur flutt og margt fleira.
Ungfrú Glotthildur Glottadóttir......................
Gleðifrétt úr Hlíðinni, nú hefur hún Glotthildur eignast nýjan eiganda og er flutt til Svíþjóðar.
Þó svo að það geti verið erfitt að kveðja góða gripi þá er gaman að geta komið sér upp góðum fulltrúum á erlendri grundu.
Ég efast ekki um að Glotthildur á eftir að verða sér og sínum til sóma í framtíðinni.
Til hamingju með Glotthildi Helen.
Nú er veturinn kominn hingað í Hlíðina og kom að sjálfsögðu á óvart eins og alltaf. Einhvern veginn er það alltaf svo að fleira er á dagskrá en hefst af eða er það bara svoleiðis hjá mér ?
Það er alltaf góð tilfinning hér á bæ þegar búið er að ganga frá kjöti og allt sláturstúss er að baki. Í gær var rekinn enda hnúturinn á það þetta árið og að sjálfsögðu komu okkar góðu hjálparhellur við sögu eins og síðustu árin. Takk fyrir hjálpina telpur.
Já það er frábært þegar þetta er frá og nú á bara hangikjötið eftir að fara í reyk en það ,,slakar,, nú á í pæklinum.
Næst á dagskrá er svo að fara að taka inn og klippa fé, lömb og hrútar eru komin inn.
Þessa dagana standa yfir róttækar rannsóknir á heimtum og eru niðurstöðurnar ekki góðar.
En kannske er þetta bara það sem að við sauðfjárbændur verðum að venja okkur við í framtíðinni ? Allavega hefur ekki verið smalað meira og betur hér um slóðir í langan tíma.
Og ekki getur talist líklegt að tófur verði veiddar á næstunni svona miðað við fréttirnar í gær.
Annars er áhugi á lambakjöti mjög mikill um þessar mundir og þá ekki bara hjá okkur, ESB og tófunni.
Lagannaverðir hafa jafnvel meiri áhuga á hvernig lambakjöti reiðir af eftir bílveltur en fólkinu sem ferðaðist með það.
Fyrsta spurning þegar einn mætti á staðinn......... er ,,það,, stimplað???? síðan hvernig hafið þið það ? ...........
Það er gott að við í þessum sveitum eigum ekki svona löggur.
Gamalt og gott.
Jæja hvaða bær í Kolbeinsstaðahreppi er þetta ???
Á næstunni ætla ég að setja hér inn gamlar og skemmtilegar myndir sem hafa verið skannaðar. Myndirnar eru af mannlífi í Hnappadal langt aftur á síðustu öld en sumar nýrri og ótrúlega fyndnar fyrir þá sem til þekkja.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir