19.10.2010 00:31
Fyrirmyndarbændur.
Það hafðist ýmislegt af um síðustu helgi hér í Hlíðinni, auðvitað með hjálp góðra vina og ættingja. Við erum búin að smala og smala og smala meira síðustu daga, árangurinn hefur verið þokkalegur en betur má ef duga skal.
Nýjar tölur munu liggja fyrir næsta kvöld en þá fer fram allt að því endanlegt val á líflömbum. Bara fjör og rekið inn upp úr miðjum degi.
Já það var harðsnúið lið sem að mætti til okkar um helgina, sumir voru liðtækir í sláturgerð en aðrir í smalamennsku.
Það er alltaf svo góð tilfinning þegar slátrið er búið og komið í frystikistuna.
Því miður gafst ekki tími til að mæta á hrútasýninguna á laugardaginn svo að ég verð bara að halda áfram að skoða mína. Annars er ég í miklum hrútakaupahugleiðingum sem að ég segi ykkur betur frá síðar.
Já ef að þið haldið að hestakaup séu bara skemmtileg þá eigið þið mikið ólært.........
Ekki er nú alltaf upplífgandi að hlusta á fréttirnar í útvarpinu en ég heyrði þó eina afar ánægjulega í dag. Sveitungar mínir bændur í Tröð eru annað árið í röð með afurðahæðsta kúabú landsins. Til hamingju með það Steini og Rannveig.
Enginn hestur var hreyfður í dag svo að ég tilnefni bara fyrirmyndar bændur dagsins í staðinn, að sjálfsögðu Traðarbændur.