15.10.2010 22:14
Fleiri lömb................
Þessi mynd er tekin þegar verið var að flytja fé heim úr annari Vörðufellsrétt í tveggja hæða rollustrætónum okkar. Já hún er heldur betur notuð hestakerran.
Ég er nú alltaf að reyna að vera jákvæð til þess að þið gefist ekki uppá að lesa fréttirnar mínar. Nóg er nú af leiðinlegum fréttum um basl og erfiðleika í þjófélaginu þó ekki sé verið að bæta á það.
En verð samt að hvísla því að ykkur að ég er hundfúl yfir heimtunum á sauðfé hér á bæ.
Þegar þetta er skrifað vantar okkur um 100 lömb af fjalli sem er mun meira en venjulega, sömu sögu er að segja af bæjum hér í kring.
En helgin verður notuð til að smala og fara í eftirleitir til að reyna að koma þessu í betra horf, en við eigum að farga næst á miðvikudaginn.
Hugsið ykkur bara hvað ég verð jákvæð og jafnvel skemmtileg þegar nýjar tölur berast og óheimtu fé fækkar. Svo að við tölum nú ekki um þegar og ef að Sindri Kveiksson skilar sér.
Um helgina stendur líka til að búa til slátur, verða það við mæðgur með ,,meiru,, sem að ráðumst í það. Spurning um að taka heimildamyndir? eða ekki.............
Í dag hafðist loksins af að taka upp allar kartöflur í Hlíðinni, þokkaleg uppskera og að mestu ófallið kál. Já það er gott að búa í fjöllunum.
Bara svo að það sé á hreinu....................það er ekki bannað að skrifa í gestabókina.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir