07.10.2010 21:52

Hollenskur gestur og smá speki.



Þessi dama á myndinni hér að ofan heitir Fáséð frá Hallkelsstaðahlíð, hún er fædd árið 2007 og því komin heim og til stendur að byrja að temja hana á næstunni.
Í þessum árgangi eru hross undan Baugi frá Víðinesi, Glym frá Skeljabrekku, Krafti frá Bringu, Glotta frá Sveinatungu, Óð frá Brún, Gosa og Hlyn frá Lambastöðum.
Bara spennandi.

Veðrið í dag var yndislegt og sérlega skemmtilegt að ríða út og njóta lífsins.
Já ekki amalegt að vera að temja og þjálfa á þessum árstíma í svona blíðu og hita.
Fjögur heiðurs tryppi fóru til síns heima í dag og taka sér frí eftir strangt nám á síðustu vikum.
Fyrirmyndarhestur dagsins ????? Ó jú það eru þessir fyrirmyndar nemendur sem að fóru heim í dag.

Við hér í Hlíðinni fengum óvænta og skemmtilega heimsókn í morgun þegar að Hollensk kona kom hér fótgangandi af fjöllum ofan. Hún hafði lagt upp úr Hörðudalnum á sunnudaginn og ætlaði sér að ganga hér um svæðið fram á næsta laugardag.
Þessi gönguferð var sem sé farin að hennar sögn til að hreinsa sál og líkama og njóta um leið kyrrðar og náttúru fjallanna. Enginn sími, engin klukka bara hún sjálf með tjald og svefnpoka.
Konan sagði mér að hér í fjöllunum væri hreint loft, tært vatn og góðir straumar sem að virkuðu eins og heilnæmustu lækningameðferðir. Hér væri paradís.
Þegar hún var farin röllti ég út hnykklaði vöðvana og andaði djúpt............það er draumur að vera í paradís. Skrítið að maður þurfi alltaf einhvern langt að kominn til að rifja það upp.

Sumt fólk er alltaf að segja speki en aðrir segja aldrei neitt af viti.................
Í mínum huga er speki það sem sagt er og situr eftir í huga manns lengi og lætur mann hugsa.

Speki dagsins ,,aflaðu þér vina meðan þú þarfnast þeirra ekki,,
Þetta fékk mig til að hugsa hvað með þig ?