05.10.2010 15:36
Fyrsta haustveðrið.
Alveg týnd...........eða næstum því Þjóhátíð vildi ekki láta taka mynd af sér og laumaðist bak við mömmu sína.
Fyrsta alvöru haustveðrið er komið og þó hitinn eru nú heldur meiri en venjulega á þessum tíma árs svo það er víst engin afsökun að væla yfir því.
En manni bregður samt við og lætur eins og þetta komi á óvart.
Á laugardaginn var brunað í Víðidalstungurétt til að sýna sig og sjá aðra.
Þar var saman kominn fjöldi fólks sem að átti góðan dag í blíðunni, hrossin voru að vísu færri en venjulega þar sem að ekki ráku allir á fjall vegna hestapestarinnar.
Það var gaman að hitta mannskapinn og þá sérstaklega Mariu, Ericu, Susanna og Evu Lenu sem komu langt að til að mæta í réttirnar.
Ég setti myndaalbúm hér inná síðuna með svipmyndum af mannlífinu.
Á sunnudaginn var það svo Ósréttin á Skógarströndinni, stanslaust réttarfjör þessa dagana.
Nú standa yfir mínar vísindarannsóknir á rollubókunum sem eiga að skila niðurstöðum um hversu margt fé vanti af fjalli.
Eins og ,,sönnum,, vísindamanni sæmir birti ég niðurstöðuna seint og kannske aldrei en vona það besta og viðurkenni ekki það versta.
Nú styttist í að við smölum stóðinu heim og byrjum að temja þriggja vetra tryppin.
Alltaf svo gaman að kynnast nýjum hestum og sjá hvað þau hafa uppá að bjóða.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir