25.09.2010 22:30

Laufskálarétt........nei nei það er ekkert gaman :(:(

Nei nei mig langaði ekkert í Laufskálarétt..............allavega fór ég ekki þetta árið en stefni staðföst á næsta ár. Já maður getur ekki verið á mörgum stöðum í einu því er nú ver, en ég sendi fulltrúa svo að þetta er í góðu lagi.

Í dag var réttað í Vörðufellsrétt, við hér í Hlíðinni fengum rétt um hundrað kindur. Skilamenn úr Kolbeinssstaðahreppi gamla voru 7 sem að allir höfðu með sér voldug fluttningatæki sem öllu voru fyllt og rúmlega það því að við fórum tvær ferðir.
Skemmtileg rétt og fullt af fólki sem að átti góðan dag á Skógarströndinni.
Myndavélin gleymdist en sem betur fer átti ég mynd sem að tekin var í Mýrdalsrétt af þeim feðgum Jóel og Jóngeiri á Bíldhóli.


Spekingslegir þarna feðgarnir.



Þessa mynd tók ég líka í Mýrdalsrétt þarna er hreppstjórafrúin að fylgjast með hvort að allt fari ekki vel fram.



Þeir eru búralegir þarna þessir höfðingjar sem skoðuðu mannlífið í Mýrdalsréttinni.
Haukur á Snorrastöðum og Sveinbjörn í Hlíð.



Svo eru hér fleiri heimildarmyndir frá réttarhaldinu í Hlíðinni um síðustu helgi.
Þarna er Borgarnesdeildin öflug að vanda....................



Og enn fleiri heimildir og margar eftir ég reyni að týna þær hér inn við tækifæri, það verður gaman að skoða þessar eftir nokkur ár.

Þó svo að ég sé hundfúla yfir því að hafa ekki komist í Laufskálarétt í dag þá verð ég örugglega ánægð með það á morgun.