16.09.2010 23:03
Fyrsti í réttum og hryssufréttir með.
Nú er allt að verða klárt fyrir réttirnar hér í Hlíðinni en þó vantar einn góðan í hópinn sem því miður getur ekki komið þetta árið. En hann kemur bara næst og verður með okkur.
Bestu kveðjur til Danmerkur Per frá öllum smölunum í Hlíðinni:)
Við byrjuðum aðeins að smala í dag hér í kring nánar tiltekið ,,inní hlíð og útá hlíð,,
Á morgun er það svo Oddastaðafjallið, veðurspáin er góð svo að það lítur bara vel út.
Í gær sóttum við Karúnu og Tign sem voru hjá honum Alvari frá Brautarholti útí Fellsöxl.
Karún var með 45 dag fyl og Tign með 35 daga fyl aldeilis flott og nú bíður kella bara eftir því að fá hryssur :)
Perla vinkona mín frá Lambastöðum var líka hjá Alvari og að sjálfsögðu fylfull líka.
Fylprósentan hjá Alvari var mjög góð eins og reynar hjá velflestum hestunum sem að voru í boði hjá Hrossaræktarsambandinu hér á Vesturlandi.
Núna er það bara Skúta sem að er ókomin heim frá stóðhestum en hún er enn í góðu yfirlæti hjá Krissu vinkonu minni í Jaðri. Verður sótt strax eftir réttir.
Ég mun reyna að setja inn sjóðheitar réttarfréttir eins oft og færi gefst...........................