12.09.2010 23:15

Hressir krakkar á strumpastrætó..........



Þarna sjáið þið ,,Strumpastrætó,, af bestu gerð sem meðal annars hefur það hlutverk að flytja fólk í hesthúsið. Eins og þið sjáið þá er mannskapurinn vel við aldur og því alveg nauðsynlegt að fá far, meira að segja Snotra sleppir ekki svona ökuferð.



Hér eru hressar dömur þær Astrid frá Danmörku, Anne frá Þýskalandi og Sandra frá Svíþjóð.
Hún Sandra frá Svíþjóð hefur verið hjá okkur í viku en hún er hér á landi að kynna sér Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og í leiðinni að kynnast lífinu hjá okkur í sveitinni.
Sandra hefur hjálpað okkur mikið þennan tíma og vonandi hefur hún haft gagn og gaman af.
Í dag fór svo Sandra frá okkur á vit ævintýranna í Borgarfirði.
Takk fyrir skemmtilegan tíma Sandra.

Það rigndi heilmikið í dag en ekki gat ég nú séð að mikið hækkaði í vatninu, óumflýjanlegt að fara að huga að langri girðingu út á leirana svo að féð tolli heima meira en smá stund.

Ég horfði á stórskemmtilegan þátt um Ómar Ragnarsson í kvöld, þátturinn var gerður í tilefni af 70 ára afmælinu hans. Það var gaman að sjá öll myndbrotin sem að voru sýnd og rifja upp hvað hann hefur afrekað margt skemmtilegt.

Hreint ótrúlegur kallinn og athyggliverð spekin hans ,,láta sér leitt ljúft þykja,,
alltaf svo gaman að heyra eitthvað sem fær mann til að hugsa...............
,,