05.09.2010 00:42

Hólaútskrift 2010

 
Hér á eftir kemur smá sýnishorn úr Hólaferðinni frá því í gær en svo getið þið líka smellt á ,,albúm,, hér á síðunni og séð meira.
Á þessari mynd eru tveir nýútskrifaðir reiðkennarar þeir Sólon Morthens og Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Þeir hafa sem sagt lokið þriggja ár námi við skólann.
Aldeilis flottir í Félagsbúningi Félags tamningamanna, til hamingju drengir.Hér koma þeir svo með sínum betri helmingum Þóreyju og Mörtu.
Báðir þessir reiðkennarar eru starfandi á suðurlandi Sólon í Hrosshaga og Sigrvaldi í Fellskoti.

Á reiðkennarabrautinni síðast liðinn vetur voru sjö nemendur en aðeins tveir mættu við útskrift.Hér koma síðan ,,mínir,, Hólakrakkar Alma Gulla, Mummi og Halla María, gamla smelli sér með á myndina. En við söknuðum Helga sem stakk af í leitir.
Alma Gulla var að ljúka námi sem hestafræðingur og leiðbeinandi eftir eins árs nám en Mummi og Halla María útskrifuðust sem tamningamenn og þjálfarar eftir tveggja ára nám.Sylvía Sigurbjörnsdóttir ,,bakaði,, strákana og náði bikarnum góða.
Á myndinni Árni Björn, Sylvía og Mummi.
Innilega til hamingju Sylvía sannarlega flottur knapi þar á ferðinni.Svo sætar mæðgur.............mamman á nú heilmikið í þessu til lukku með stelpuna Fríða :)Og hér koma ennþá fleiri monntnar mömmur og Hólakrakkar.
Til hamingju öll bæði mömmur og pabbar.