02.09.2010 11:16

Mikilvægar dagsetningar.



Tíminn líður hratt og óðum styttist í réttirnar svo það er eins gott að birta hér mikilvægar dagsetningar.
Farið verður í nauðsynlegan undirbúning á næstu dögum svo sem panta gott veður, huga að veitingum, dusta rykið af gítarnum og ýmislegt fleira........................

Fimmtudagurinn 16 sept smalað ,,inní hlíð og útá hlíð,, (skiljanlegt fyrir þá sem til þekkja)
Föstudagurinn 17 sept smalað Oddastaðafjall.
Laugardagurinn 18 sept smalað Hlíðar og Hafurstaðaland. Aðalsmaladagurinn.
Sunnudagurinn 19 sept réttað, vigtað og valið. Stóri kjötsúpudagurinn.
Mánudagurinn 20 sept sláturlömb rekin inn.
Þriðjudagurinn 21 sep lömb sett í slátur.

Hlökkum til að sjá ykkur og munum leggja okkur fram um að láta ykkur ekki leiðast.
Gott væri að heyra frá ykkur sem að eru væntanleg...............gott að vita hvort raða þarf uppá rönd eða stafla í gistingu.