23.08.2010 22:25
Melgerðismelar...
Um helgina brá ég mér í Eyjafjörðinn og dæmdi gæðinga á skemmtilegu móti sem haldið var á Melgerðismelum. Með mér dæmdu Halldór Svansson og Valdimar Ólafsson.
Veðrið var aðeins að stríða mótshöldurum strekkingur á laugardaginn og helli rigning á sunnudaginn og mátti sjá efstu toppa grána svolítið.
En veðrið beit ekkert á þessa jaxla sem að mótinu stóðu þeir bara klæddu þetta af sér.
Þetta duglega fólk var okkur dómurunum til aðstoðar og stóð sig með mikilli prýði. Einkaritarinn minn var húsfreyjan í Hólakoti hún Ester Anna sem er lengst til hægri á myndinni. Snildar ritari og frátekin ef að ég kem aftur í Eyjafjörðinn að dæma.
Þarna er svo maðurinn sem að hafði alla þræði í sýnum höndum og fórst það vel Jónas Vigfússon í Litla Dal.
Dýrmætt fyrir öll hestamannafélög að eiga svona menn, þarna er það vafla í mótslok.
Nafn Högna Bæringssonar kom ósjálfrátt uppí hugann þegar ég hugsaði heim í mitt félag.
Það var gaman að skoða mótssvæði þeirra Eyfirðinga og þá sérstaklega nýja kynbótavöllinn sem er mjög óhefðbundinn og skemmtilegur.
Þið verðið endilega að skoða hann ef að þið eigið leið um Melgerðismelana.
Ég verð að nefna móttökurnar sem að við dómararnir fengum á Melgerðismelum, þær voru í einu orði sagt frábærar. Veisla og dekur takk kærlega fyrir okkur, sérstakar kveðjur í eldhúsið.
Alltaf þegar ég kem heim af hestamótum sest ég niður með mótskrána, skoða og rifja upp hvað ég sá. Mig langar aðeins að deila vangavelltunum með ykkur. Tek það þó fram að þetta eru hugrenningar algjörlega óháðar tölum og bara mínar persónulegu skoðanir.
Ég ,,fann,, afar athyggliverðan hest sem að ég hef ekki séð áður eða veitt eftirtekt, þetta er stóðhesturinn Tristan frá Árgerði. Tristan er 10 vetra gamall sonur Orra frá Þúfu og Bliku frá Árgerði. Hann vakti athyggli mína þegar ég sá hann í A flokkskepninni og ekki minnkaði hún við að sjá afkvæmi hans á mótinu sem voru þó nokkur.
Það var Stefán B Stefánsson sem að sýndi hestinn.
Gaman væri nú að fá þennan stóðhest á vestulandið næsta ár.
Dagur frá Strandarhöfði hefur sjaldan verið betri en á þessu móti frábærar hreyfingar og léttari en oftast áður. Alltaf gaman að sjá hann og Stefán saman á vellinum.
Bjarni Jónasson var einnig með spennandi hest Laufa frá Bakka, son Smára frá Skagaströnd.
Í B flokknum og töltinu voru margir góðir gæðingar Logar frá Möðrufelli sonur Dósents frá Brún, Andvarasynirnir Flugar frá Króksstöðum og Rommel frá Hrafnsstöðum, Gletting Tristansdóttir frá Árgerði, Dalrós frá Arnarstöðum dóttir Mola frá Skriðu og margir fleiri.
Já alltaf gaman að spá í hross...................
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir