20.08.2010 22:43
Fullt að frétta.......enginn tími til að blogga.
Það er í mörgu að snúast þessa dagana og lítill tími til ritstarfa en ég ætla að smella inn smá fréttum og bæta svo úr á næstunni.
Besta frétt vikunnar var að sjálfsögðu að Mummi stóðst inntökuprófið inná reiðkennaradeildina á Hólum. Hann fór með Fannar sinn frá Hallkelsstaðahlíð og Gosa frá Lambastöðum sem verða hans vinnufélagar í vetur.
Virkilega ánægjulegt þar sem að ekki leit nú vel út um tíma með þá kappana því þeir eru búnir að vera veikir lengi. Sko Fannar og Gosi. Til lukku með þetta töffarar.
Í dag var sónað frá Sporði frá Bergi og þaðan komu þrjár hryssur fylfullar hingað í Hlíðina.
Létt með 30 daga fyl, Þríhella og Dimma Baldursdóttir báðar með 21 dags fyl.
Bara spennandi.
Ólafur hótelhaldari á Eldborg kom ríðandi hér í dag með fríðu föruneyti og heldur suður á bóginn á morgun.
Stutt en verður að duga...............meira næst.
P.S er ekki á leiðinni á menningarnótt í Reykjavík.
Besta frétt vikunnar var að sjálfsögðu að Mummi stóðst inntökuprófið inná reiðkennaradeildina á Hólum. Hann fór með Fannar sinn frá Hallkelsstaðahlíð og Gosa frá Lambastöðum sem verða hans vinnufélagar í vetur.
Virkilega ánægjulegt þar sem að ekki leit nú vel út um tíma með þá kappana því þeir eru búnir að vera veikir lengi. Sko Fannar og Gosi. Til lukku með þetta töffarar.
Í dag var sónað frá Sporði frá Bergi og þaðan komu þrjár hryssur fylfullar hingað í Hlíðina.
Létt með 30 daga fyl, Þríhella og Dimma Baldursdóttir báðar með 21 dags fyl.
Bara spennandi.
Ólafur hótelhaldari á Eldborg kom ríðandi hér í dag með fríðu föruneyti og heldur suður á bóginn á morgun.
Stutt en verður að duga...............meira næst.
P.S er ekki á leiðinni á menningarnótt í Reykjavík.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir