15.08.2010 22:18

Stranda hvað???



Á laugardaginn var brunað norður á Strandir en þar var haldið heljar  ,,knall,, og hápunkturinn keppni í hrútaþukkli. Það eru forsvarsmenn Sauðfjársetursins sem að hafa veg og vanda að þessum viðburði sem er stór skemmtilegur.
Þarna kepptu helstu sauðfjárspekingar landsins í þukkli og hér eru snillingarnir komnir á pall.
Okkar maður hafnaði í þriðja sæti sem hlýtur að vera dómaraskandall :) Til hamingju Eiríkur og þið allir.
Það var fulltrúi dómnefndar Lárus Birgisson sem að afhenti verðlaunin.



Það var skilyrði að kyssa verðlaunahafann svo það er augljóst að konum mun fjölga mikið í keppninni á næsta ári.................ekki spurning nú tek ég þátt í keppninni á næsta ári.



Það er margt að sjá á Sauðfjársetrinu og þarna eru búsáhöld sem gaman væri að eiga.
Strokkur, hakkavélar, skilvinda, vigt, kleinupottur og margt fleira.



Þarna sá ég líka alvöru málgagnið..............veitti nú ekki af að hafa þennan í fullu fjöri núna.

Á leiðinni heim var boðið uppá þessa fínu leiðsögn og var komið við á Reykhólum hjá Guðmundi refaskyttu og frú. Þar var drukkið kaffi, spjallað og litið á nokkur stóð.
Á Reykhólum sá ég myndar fola undan Hvessi frá Ásbrú og Sunnu frá Grundarfirði.
Afar geðslegur foli og líkur mömmu sinni sem ég er alltaf svo hrifin af.
Það var gaman að koma við á Reykhólum og ekki síður að njóta leiðsagnar þeirra Magnússkógahjóna um sveitirnar í kring.



Við Reykhóla sá ég líka glæsi dráttarvélar, ég hef trú á að vinur minn hér fyrir innan fjallið yrði nú ánægður með þennan..................



.................þetta er sko Porsche.................



Mér fannst þessi aftur á móti flottastur, bensín traktor alveg eins og til var hér í Hlíðinni þegar ég var lítil.

Ég tók svolítið af myndum sem hafa verið settar inná síðuna undir ,,myndaalbúm,,

Vel þess virði að skreppa á Strandirnar og skoða Sauðfjársetrið.