03.08.2010 23:39

Sextán ný.....................og spennandi.



Þarna eru mæðgurnar Skúta og Þjóðhátíð örfáum mínútum eftir að sú litla fæddist.
Ég hef ekki enn farið og myndað gripinn eftir að hún komst á fætur daman.



Sætar mæðgur að knúsast...............knúsi, knús.

Það telst nú til tíðinda hér um slóðir að það hefur verið rigning tvo daga í röð.
Guði sé lof fyrir það en það má samt ekki túlka það sem vanþakklæti þó svo að ég vilji ekki hafa rigningu til rétta.

Í dag smöluðum við stóðinu heim og tók 16 tryppi frá sem við ætlum að byrja að temja ef að allt gengur eins og til er ætlast. Bara svona til upplýsinga þá eru fædd 16 folöld þetta árið svo að við erum bara með létta æfingu fyrir þann árgang. Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða stóðið og fylgjast með hvernig tryppin þroskast. Þegar farið var yfir ,,kladdann,, kom í ljós að fjögur voru ekki mætt heim. Þetta eru Hlíð mín, Bliki, Lyfting og Hnykking öll ung og kannske misvitur til að vera lengi í burtu frá ráðsettu stóðinu. Förum á morgun og finnum ungdóminn.

Tveir garpar yfirgáfu okkur og fóru til síns heima í dag þeir Stígur og Oríon. Oríon fór heim til að halda áfram að þjóna eigandanum en Stígur kallinn fór heim til að ná heilsu, eins gott að það takist vel.

Rúllurallýið heldur áfram og nú er bara eftir að keyra heim frá Rauðamel.