17.07.2010 23:58

Staðan á heyskapnum og vinsæla Golsa.



Þessi mynd heitir ,,til baka eftir hádegisblundinn,, þekkir einhver þessar kindur?

Þessa dagana er heyskapur í fullum gangi búið að rúlla á Melunum, Haukatungu, Kolbeinsstöðum, Rauðamel og heilmikið hér heima líka.
Annars var svo hvasst hér í dag að ekki náðist að rúlla eins og til stóð en verður vonandi gott á morgun. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun bæði hvað varðar heyskap og bilanir, það verður líka vonandi gott á morgun eins og veðrið.



Heimalingarnir eru vinsælar skepnur en hún Golsa vermir samt örugglega toppsæti vinsældarlistans. Nú í vikunni fékk hún og hinir heimalingarnir heimsókn frá þessari fallegu dömu. Ég stóðs ekki mátið og smelli af þeim mynd.



Þess skal getið sérstaklega fyrir unga aðdáendur að hún Golsa er mikið fyrir bleikt. Takið eftir bleika ,,eyrnalokknum,, og síðan bleika pelanum, er ekki stíll yfir þessu?
Já hún Golsa er prinsessa það er á hreinu.