14.07.2010 23:28
Höfðinginn hann Hlynur.
Höfðinginn Hlynur frá Lambastöðum í léttri sumarsveiflu.
Já hann var kátur kallinn þegar tvær vaskar kellur mættu með hryssur og bættu við í safnið hans. Og að sjálfsögðu taldi hann við hæfi að sýna sig smá svona í tilefni dagsins.
Alltaf jafn ljúfur og skemmtilegur karlinn og tekur á móti manni eins og gestrisinn bóndi.
Ég færði honum Dimmu sem þarna sýnir honum að hún sé fullfær um að stjórna sjálf sýnum ,,barneiganamálum,, allavega tímasetningum.
Litli Gosasonurinn hennar er gáttaður á móttökunum sem að afi fær þá loksins þegar ,,maður,, hittir hann.
Hér er komin sátt í málinu og fjölskyldan farin að leggja drög að frekari stækkun.
Þarna er Tinna mamma hans Gosa með litlu alsystir hans sem sagt Hlynsdóttir, ekki skrítið að Lambastaðabændur hafi ákveðið að halda henni aftur undir Hlyninn.
Ekkert smá glæsileg daman.
Ég tók fullt af myndum í þessari skemmtilegu ferð og mun smella þeim inná síðuna við fyrsta tækifæri.
Vil svo bara segja ykkur frá því að hann Hlynur tekur alltaf vel á móti nýjum dömum ef að ykkur langar að halda undir kappann. Hann gefur einstaklega geðgóða og skemmtilega reiðhesta af því höfum við heldur betur reynsluna.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir