08.07.2010 22:14

Helgarútilegan og Gróa litla Glyms.



Hún er stundum skemmtileg birtan sem kemur fram þegar gengur á með dimmum skúrum.
Ég stökk út eina góðviðris nóttina og smelli af mynd.




Ég er sannfærð um blíðu nú um helgina sem verður góð bæði til útilegu og heyskapar eru þá ekki allir sáttir?  Ekki má svo gleyma veiðimönnunum........



Kannske verður svo gott veður að sundsprettir verða eftirsóknarverðir ?



Þarna eru mæðgurnar Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Gróa frá Hallkelsstaðahlíð.
Gróa er dóttir Glyms frá Innri-Skeljabrekku og ekki er nú liturinn dónalegur þó svo að ekki hafi hún orðið vindótt.
Þær mæðgur lögðu í ferðalag í dag þegar þær fóru í girðinguna til hans Sporðs frá Bergi.
Þangað fóru líka Þríhella og Hellir sonur hennar og Aldurs frá Brautarholti einnig Dimma frá Kringlu og litla Stimpilsdóttirin hennar. Dimma er dóttir Baldurs frá Bakka og var hér í tamningu og þjálfun fyrir nokkrum árum, þá gerðum við samkomulag við eigandann um að fá að halda Dimmu við tækifæri.
Nú er komið að því og verður bara spennandi að sjá útkomuna.

Mikið fleiri myndir eru vantanlegar af Gróu Glyms og félögum.

Nú er verið að rúlla niður á Melum og eins gott að Kári kallinn verði stilltur á meðan.