23.06.2010 22:14
Rósmundur í allri sinni dýrð.
Þetta er hann Rósmundur frá Hallkelsstðahlíð, faðir er Sporður frá Bergi og móðir Sunna frá Hallkelsstaðahlíð. Ég rölti uppí hlíð og smellti nokkrum myndum af honum og fleirum í dag.
Svolítið góð stelling hjá mér......................................
Eins gott að æfa lyftuna strax á fyrstu viku, hann er harður heimurinn.........hrekkjóttur og slægur.
Vá er ég svona flott skjóttur...................... ætli ég sé rauð eða bleikskjóttur hvað haldið þið?
Ég skemmti mér alltaf jafn vel við að skoða folöld get hreinlega gleymt mér við það.
Ætli það sé aldurinn ????
Nei sennilega ekki nema þá að það nái saman hjá mér barnaskapurinn og elliglöpin ..........................hver veit.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir