22.06.2010 22:41
Þessi flotti 17 júní.
Þessi mynd er tekin að morgni 17 júní þá var algjör blíða og upplag að fara í siglingu að vitja um silunganetin.
Eins og þið sjáið var ,,skipstjórinn,, flottur og alveg með Titanicstellinguna á hreinu.
Nú eru allar óköstuðu hryssurnar komnar í girðingu sem alltaf er í augsýn og því gott að fylgjast með þeim. Þær sem eftir eru að kasta eru Spóla, Skeifa, Upplyfting, Tign, Létt, Dimma og Skútan. Feður eru Glymur, Hlynur, Gosi og Sparisjóður.
Við skoðuðum stóðið í dag og enn er pestin að hrella hrossin, fer nú að verða ansi þreytandi ástand á þessu heilsufari þeirra.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir