21.06.2010 23:26

Karún og Kolla á sjens og litli frændi fertugur.......getur það annars verið???



Karún og Auðséð undirbúa sig fyrir svolítið langt ferðalag í dag.

Ég brunaði í dag með þær mæðgur suður á bóginn þar sem Karún á stefnumót við glæsigripinn Alvar frá Brautarholti. Ég fæ nú sennilega ekki jafn litfagurt og Auðséð en hef fulla trú á því að góður gripur sé í vændum ef að allt gengur upp.
Kolskör dóttir Karúnar fór norður í Húnavatnssýslu á laugardaginn þar sem hún hittir draumaprinsinn Arð frá Brautarholti.
Já ég hef trölla trú á þessum Öskjusonum frá Brautarholti enda búin að fá dágott sýnishorn þar sem að við eigum fimm Arðsafkvæmi  komin á tamningaaldur.
Og vel á minnst svo eru tvö gullfalleg folöld hér undan Aldri frá Brautarholti.
Ég var að setja inn tengil á síðuna okkar hjá þeim Brautarholtsbræðrum endilega skoðið skemmtilega ræktun hjá þeim.

Ég er ekki ennþá búin að hafa það af að mynda Sporðssoninn hennar Sunnu en það kemur næstu daga.

Um helgina fagnaði Hrannar frændi minn nokkura tuga afmæli og hélt af því tilefni glæsilega grillveislu hér í Hlíðinni. Til stóð að veislan yrði hér niður við vatn í góðu og hlýju veðri en vegna fjölda áskoranna frá einum veislugesti var veislan flutt undir vegg og smá inn fyrir vegg hjá okkur hér í því neðra. Þó nokkuð var myndað í veislunni og er ég nú að vinna að því hörðum höndum að koma afrakstrinum hér á síðuna undir flipann albúm.
Þegar saman leggst tæknikunnátta mín og ,,handsnúið,, netsamband þá verðið þið bara að sýna biðlund. Á meðan getið þið líka séð fyrir ykkur hvernig ég mála rautt merki á þær sem illa þola birtingu.



Þarna eru þau hjónakornin og að sjáfsögðu í þessum fínu lopapeysum, ekki spyr ég að eftir alla sauðfjársamveruna í vor. Ég var líka fljót að taka eftir því að dálæti Hrannars á sérstöku fjárkyni hér á bæ endurspeglast mjög skírt í litavali á peysunum. Auðvita mórautt:)
Við höfðum ákveðið það fyrir löngu að gefa Hrannari hestaferð í afmælisgjöf og var það gert en ég verð þó að játa að tilfinningin er svolítið eins og að gefa pínu litla gjöf í risapakka......
Hefði verið skemmtilegra að hafa hestana við hestaheilsu og geta sagt ,,það er sko þennan dag, klukkan þetta sem þú átt að mæta góurinn,,
En ekki ,,við vonum nú að þetta verði í sumar,, sko ................fyrir réttir.


Hún Astrid (daninn okkar) var heldur betur kát í dag þegar hún fékk jákvætt svar við umsókn sinni um skólavist í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Það var stiginn villtur stríðsdans með tilheyrandi hljóðum.
Til hamingju Astrid.