11.06.2010 09:44

Af.....stóðhestum, herraklippingum og silungum.



Auðséð mín í sólbaði.

Í gær voru framkvæmdar nokkrar ,,herraklippingar,, það var að sjálfsögðu Rúnar Gíslason dýralæknirinn okkar sem sá um það eins og venjulega.
Með öðrum orðum hann geldi hér fimm veturgamla fola þá Kost, Móa, Hóf, Loga og Dimmir.
Kátur litli Auðsson fær enn um sinn að halda sínu.
Nú fara veturgömlu tryppin að fara til fjalla og læra góða siði hjá þeim sem eldri eru.

Í gær kom líka rigning sem að nú telst til frétta hér um slóðir en mikið var hún kærkomin.
Þyrftum helst að fá svolítið meira af henni en samt ekki um heyskapinn.

Feðgarnir lögðu silunganet í fyrra dag og hafa fengið ljómandi afla meira að segja einn rúmlega 4 punda urriða og margar úrvals bleikjur. Myndir væntanlegar við fyrsta tækifæri.

Sparisjóður, Gosi og Hlynur eru byrjaðir að taka á móti hryssum, smelli inn frekari upplýsingum í kvöld.