23.05.2010 02:02
Karún mín köstuð.
Nú er kella kát...............Karún mín eignaðist skjótta hryssu í kvöld undan Sporði frá Bergi.
Þarna er sú litla að æfa jafnvægið í rökkrinu aðeins hálftíma gömul.
Já það má segja að það skiptist á skin og skúrir í hestamennskunni fyrir stuttu síðan missti ég Andrá sem var undan Karúnu og Hljómi frá Brún mikla uppáhaldshryssu. Hún fannst dauð út í haga alveg komin að köstun með fyli undan Þristi frá Feti.
Nú er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel með þessa flottu hryssu.
Fyrir á Karún Andrá sem ég missti, Kolskör, Hlátur, Glundroða, Sparisjóð, Jarp og Kát.
Næst er að finna nafn annars hét minn fyrsti hestur Skjóna svo það er spurning hvað ég geri?
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir