20.05.2010 11:31
Frambjóðendur í Lindartungu.
Eins og þið hafið tekið eftir þá hefur ekki verið mikill tími aflögu til að setjast við skriftir að undanförnu. En nú kemur smá skammtur............................
Á mánudagskvöldið brunaði ég á fund í Lindartungu, þar voru frambjóðendur allra flokka að kynna sín baráttumál. Fundurinn var frekar fámennur enda strembið að fá frí hjá rollunum á þessum tíma. Svo getur nú líka hugsast að áhugi manna hér í sveit á því að kjósa sé ekki eins mikill og við ætti að búast.
Frambjóðendur gerðu sitt besta við að koma sínum málum á framfæri en það ,,besta,, var nú annsi misjafnt. Ég fékk svolítið á tilfinninguna að sumir þyrftu á svo sem einum landafræði tíma að halda og ekki hefði skemmt fyrir að fara aðeins yfir um hvað landbúnaður og búseta í sveit snýst um. Það skiptir máli að sýna lit og reyna að skilja blessaðan kjósandann eftir með smá von um skilning og áhuga.
Eitt verð ég þó að játa að djöf..... fór það í taugarnar á mér að ennþá sé verið að hamra á röngum tölum og samanburði vegna reksturs Laugargerðisskóla. Hvers eigum við hér fyrir vestan að gjalda og hvernig í lífinu stendur á að nefndarmenn sem að unnu að þessum málum og vita mæta vel að þessi samanburður var ekki réttur þegja?
Ég trúi og vona að úr því sem komið er komi Eyja og Miklaholtshreppur til með að reka skólann með glæsibrag. Því tel ég afar mikilvægt fyrir samfélagið hér að við stöndum með þeim og tryggjum að skólahald verði áfram í Laugargerði.
Sameiningamál voru líka rædd á fundinum en til að drepa ykkur ekki úr leiðindum ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma. Ætla þó að segja að ég var alltaf á móti sameiningu þrátt fyrir að hafa búið um langt skeið í Borgarnesi og vera afar vel til Borgnesinga og Borgfirðinga.
Hljóðið var mjög þungt í fundarmönnum og kom meira að segja fram að sumir vildu stíga skrefið til baka. Litlar sem engar efndir og stórauknar álögur.
Þar sem ekki er aftur snúið þá tel ég mikilvægt að reyna með öllum ráðum að sporna við því að enn frekari gjá myndist á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Við erum jú öll ágæt:)
Ég vil þakka frambjóðendum fyrir að koma og hitta okkur í Lindartungu það er erfitt að takast á við sveitastjórnarmál um þessar mundir og full ástæða til að taka ofan fyrir þeim sem að gefa tíma og mannorð í þágu okkar allra.
Að lokum.... ég var ánægð með mitt fólk og þá sérstaklega Sveinbjörn sem að enn hefur þennan ákveðna vilja til að leggja sig fram og gera vel, þó með ákveðnum léttleika í bland.
Hljómar svolítið eins og umsögn um gæðing...........................................
Á mánudagskvöldið brunaði ég á fund í Lindartungu, þar voru frambjóðendur allra flokka að kynna sín baráttumál. Fundurinn var frekar fámennur enda strembið að fá frí hjá rollunum á þessum tíma. Svo getur nú líka hugsast að áhugi manna hér í sveit á því að kjósa sé ekki eins mikill og við ætti að búast.
Frambjóðendur gerðu sitt besta við að koma sínum málum á framfæri en það ,,besta,, var nú annsi misjafnt. Ég fékk svolítið á tilfinninguna að sumir þyrftu á svo sem einum landafræði tíma að halda og ekki hefði skemmt fyrir að fara aðeins yfir um hvað landbúnaður og búseta í sveit snýst um. Það skiptir máli að sýna lit og reyna að skilja blessaðan kjósandann eftir með smá von um skilning og áhuga.
Eitt verð ég þó að játa að djöf..... fór það í taugarnar á mér að ennþá sé verið að hamra á röngum tölum og samanburði vegna reksturs Laugargerðisskóla. Hvers eigum við hér fyrir vestan að gjalda og hvernig í lífinu stendur á að nefndarmenn sem að unnu að þessum málum og vita mæta vel að þessi samanburður var ekki réttur þegja?
Ég trúi og vona að úr því sem komið er komi Eyja og Miklaholtshreppur til með að reka skólann með glæsibrag. Því tel ég afar mikilvægt fyrir samfélagið hér að við stöndum með þeim og tryggjum að skólahald verði áfram í Laugargerði.
Sameiningamál voru líka rædd á fundinum en til að drepa ykkur ekki úr leiðindum ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma. Ætla þó að segja að ég var alltaf á móti sameiningu þrátt fyrir að hafa búið um langt skeið í Borgarnesi og vera afar vel til Borgnesinga og Borgfirðinga.
Hljóðið var mjög þungt í fundarmönnum og kom meira að segja fram að sumir vildu stíga skrefið til baka. Litlar sem engar efndir og stórauknar álögur.
Þar sem ekki er aftur snúið þá tel ég mikilvægt að reyna með öllum ráðum að sporna við því að enn frekari gjá myndist á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Við erum jú öll ágæt:)
Ég vil þakka frambjóðendum fyrir að koma og hitta okkur í Lindartungu það er erfitt að takast á við sveitastjórnarmál um þessar mundir og full ástæða til að taka ofan fyrir þeim sem að gefa tíma og mannorð í þágu okkar allra.
Að lokum.... ég var ánægð með mitt fólk og þá sérstaklega Sveinbjörn sem að enn hefur þennan ákveðna vilja til að leggja sig fram og gera vel, þó með ákveðnum léttleika í bland.
Hljómar svolítið eins og umsögn um gæðing...........................................
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir