15.05.2010 21:46
Þessi græni dagur....................
Viðburðaríkur dagur langt kominn þó engan veginn búinn...... kindurnar sjá til þess.
Það var rok í Hlíðinni í dag og því ekkert markað út vont fyrir litlu greyin að lenda í roki fyrst á eftir. En það var afar líflegt í fjárhúsunum og kindurnar báru hver af annari komust meira að segja uppí 30 fyrir hádegi. Eins gott að hafa góða aðstoð sem er liðtæk í öllu þessu stússi.
Um hádegið kom hér fríður flokkur frambjóðenda vinstri grænna og þar sem að ég treysti mér ekki til að gefa þeim atkvæði mitt ákvað ég að gefa þeim þess í stað að borða. Á borðum var grjónagrautur og slátur sem þau kunnu bara vel að meta. Allavega held ég að þetta hafi farið mun betur í þau en atkvæðið mitt. Já allt er vænt sem vel er grænt.....................
Takk fyrir komuna alltaf gaman að fá góða gesti og ekki verra ef að það eru frambjóðendur á ferð.
Nú bíð ég bara eftir fleiri frambjóðendum...................
Fyrsta folaldið leit dagsins ljós í gær þegar hún Snör kastaði bleikálóttum hesti undan Ramma frá Búlandi. Þetta folald er afrakstur happadrættisvinnings sem að ég vann í fyrra á miða sem ég verslaði af Húnvetningum. Bara spennandi og nú fer ég að huga að góðu nafni á gripinn. Nokkrar hryssur eru að komast að köstun svo að nú er um að gera að fylgjast með.
Myndatökur eru á dagskrá en hafa bara ekki komist í verk ennþá.