14.05.2010 00:55
Þessi dauði tími............
Það var margt sem að húsfreyjan ætlaði að gera í dauða tímanum í dag en dauði tíminn var bara týndur. Ég var að koma heim úr fjárhúsunum eftir ansi líflegan dag lambanúmerin eru komin í rúmlega 300 stykki og virðist eins og staðan er núna vera verkefnið endalausa. En frábært að fá sem allra flest lömb og enn sem komið er hefur gengið vel enda úrvala lið í öllum hornum. Í dag fór þónokkur hópur af lambfé út en ég var með samviskubit á eftir því það kom hellidemba og hitinn fór niður í 3 stig.
En eins og ég hef stundum sagt það sem ekki drepur það herðir.
Ég renndi lauslega yfir árangurinn í sæðingunum hér á bæ og var bara kát þegar ég sá að það hefur haldið 90% við Rafti, nánari útlistun kemur síðar.
Úr hesthúsinu er það að frétta að nefrennslið er enn í gangi og stöku hósti heyrist svo að allir eru í fríi og fá að fara út að viðra sig þegar ekki rignir með kulda eins og í dag.
Folaldshryssurnar eru komnar í gæslu þær sem eru komnar á tíma og nú er bara að bíða og sjá hver verður nú fyrst þetta árið.
Á morgun er nýr dagur sem að öllum líkindum flýgur hratt eins og bræður hans og vinir.
Ég ætla að nota dauða tímann í eitthvað gáfulegt en sennilega þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því....................frekar en í dag.
En eins og ég hef stundum sagt það sem ekki drepur það herðir.
Ég renndi lauslega yfir árangurinn í sæðingunum hér á bæ og var bara kát þegar ég sá að það hefur haldið 90% við Rafti, nánari útlistun kemur síðar.
Úr hesthúsinu er það að frétta að nefrennslið er enn í gangi og stöku hósti heyrist svo að allir eru í fríi og fá að fara út að viðra sig þegar ekki rignir með kulda eins og í dag.
Folaldshryssurnar eru komnar í gæslu þær sem eru komnar á tíma og nú er bara að bíða og sjá hver verður nú fyrst þetta árið.
Á morgun er nýr dagur sem að öllum líkindum flýgur hratt eins og bræður hans og vinir.
Ég ætla að nota dauða tímann í eitthvað gáfulegt en sennilega þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því....................frekar en í dag.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir