09.05.2010 19:23

Hestapest, sauðburður og straumar........



Eins og hjá vel flestum hestamönnum er hestapestin komin til okkar þannig að orð dagsins hafa að undanförnu verið ,,hor og nefrennsli,,
Við hættum að ríða út um leið og við urðum vör við pestina og ætlum að sjá til hvernig þetta þróast allt saman. Eins gott að taka enga óþarfa áhættu og fara varlega með hrossin.

Mummi tók seinna verknámsprófið í síðustu viku og gekk bara vel enda eins gott að klára það af áður en að allir hestarnir yrðu lasnir.

Það er skrítið að vera ekki að ríða út á fullu á þessum tíma, veðrið yndislegt og vorið komið.
Klárlega skemmtilegasti tíminn.

En við höfum svo sem nóg að gera sauðburður að hefjast og endalaus verkefni þar.

Núna eru rúmlega 20 kindur bornar og allt gengið þokkalega nokkur álitleg afkvæmi Rafts, Ats og Grábotna hafa litið dagsins ljós. Nú skilja bara þeir sem eru á kafi í sauðfjárræktinni.



Sindri Kveiksson sem að ég hef sagt ykkur frá bíður þess nú að verða ábyrgur faðir......



..................það gerir líka Mókollur Mókollsson besti vinur Sindra, úti bíður sumarið með löngu og dýrðlegu feðraorlofi alveg fram í desember.

Annars voru allir eldri hrútarnir settir á Hafurstaðatúnið í dag en þessir ungu félagar fá að vera aðeins lengur inni.



Hún Fáséð litla heimalingurinn frá því í fyrra tilheyrir flokknum ,,geldir gemsar,, sem að enn fær að vera inni. Hvort að flokkurinn mun bjóða fram í næstu kostningum er enn á huldu en spekingsleg er hún Fáséð það er ekki spurning.



Það mætti ungur aðstoðarmaður í húsin um helgina hér er hann að gefa gömlu Feru góðgæti.

Já það er í nógu að snúast og vaktirnar að komast í gang nú er bara að vona að veðri haldist gott svo að fljóttlega sé hægt að sleppa út lambfé.
Ég hugsa mikið til bændanna sem eru nú á kafi í sauðburði og öðrum bústörfum með öskuna eins og dökk ský allt í kring, hlýtur að vera skelfilegt. Sendi þeim mína bestu strauma.

Að lokum ég veit ekki hvað ég á að segja um straumana sem að ég sendi ríkisstjórninni sem að nú ræðir breytingar á ráðuneytum m a breytingar á Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytum.........................það er allavega ekki mínir ,,bestu,, straumar þeir fara á öskuslóðir..................................