31.03.2010 22:30
Skítakuldi.
Orð dagsins ,,skítakuldi,, svo sannarlega norðan rok og hálfgerð leiðindi í veðrinu en þar sem þetta er bara páskahretið þá er ég ekkert að ergja mig á því.
Dagurinn í dag var bara vel nýttur í verkefni innandyra sem höfðu beðið vegna anna og þá helst vegna verðurs, sko á meðan það var blíða.
Í gær var fundur hjá Fagráði í hrossarækt mörg mál voru á dagskrá og fundurinn ljómandi góður og vonandi að sama skapi gagnlegur.
Það er greinilegt að mars er að vera einn vinsælasti fundamánuður ársins og fyrir fólk eins og mig er úr nógu að moða. Verst hvað ég er að verða löt að sækja fundi nema þeir snúist um hross. En það er kannske bara þroskamerki hjá kellu, aldrei að vita nema hún vitgist með árunum.
Ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá því að feðgarnir fóru að keppa í KB mótaröðinni um síðustu helgi. Mummi fór á Fannari í A flokkinn og Skúli á Gosa í B flokkinn.
Þeim gekk nú bara nokkuð vel Fannar og Mummi höfnuðu í 3 sæti en Gosi og Skúli í því 6.
Annars eru skipti í gangi núna Fannar er hér í þjálfun en Skriða fór í Steinsholt með Mumma. Ég er svo lukkuleg þegar nóg er af Gusturum í hesthúsinu eins og núna.
Nú verður kella að fara að taka sig á og mynda eitthvað af viti til að setja hér inn.
Ég hef skoðað eldgosið eins og meiri partur landsmanna og einhver hluti jarðarbúa.........en ég skoðaði það í sjónvarpinu og Mogganum. Finnst það bara fínt og algjörlega nóg.
Það er nefninlega þannig að mér verður kalt á tánum við tilhugsunina um að þramma þarna upp svo keypti ég ekki flugelda fyrir síðustu áramót svo ég á enga heimtingu á björgun ef að ég gefst upp á miðri leið. Ég sagði reynar í dag að líklega mundi ég nú kíkja á gos sem yrði hér á næstu slóðum en fékk mjög hörð viðbrögð þar sem fólk greinilega misskildi mig eitthvað og hélt að ég væri að spá gosi í Kolbeinsstaðahreppnum.
En þar gýs bara mannauðurinn og verður bara vonandi svo áfram.
Framundan eru skemmtilegir dagar og sennilega með góður veðri og allt.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir