25.03.2010 12:12

Sauðburður hafinn



Sauðburður er hafinn í Hlíðinni................og þarna er Astrid með lambakónginn og lambadrotninguna sem hlutu nöfnin Astrid og Lalli.



Flottar nöfnur Astid fyrst og Astrid önnur.

Ég er orðin töluvert á eftir með fréttafluttning og dagbókarskrif en er alltaf að reyna að bæta mig.
Ærin bar sem sagt 18 mars daginn áður en hann Jón okkar norski kom að sónarskoða kindurnar.
Útkoman úr sónarskoðuninni var mun betri en á síðasta ári og gemlingarnir stóðu sig frábærlega rúmlega lamba á gemling þrátt fyrir að ég telji með nokkrar smágimbrar sem ekki var hleypt til. Það fæðast þá ef Guð lofar vel á tólftahundarð lömb hér í Hlíðinni.
Stæðsti hluti þeirra kinda sem voru geldar fóru svo í bíltúr með honum Óla á Völlum norður í Skagafjörðinn fína.

Það hefur verið svolítið hvasst hér í Hlíðinni að undanförnu en hlýtt svo að það hefur gengið vel að ríða út. Ég verð nú að fara að gefa ykkur ítarlega skýrslu þar um enda margt spennandi í hesthúsinu.