24.03.2010 22:42
.......og ferðin endaði vel.
Já við sáum svo sannalega margt spennandi í ferðinni..................
............................................og eins og þið sjáið þá komum við í ævintýraland.
Þarna er tukkthúsið sem að sumir lentu í...............................sjá eldra blogg:)
Aðeins annað sjónarhorn.
Ævintýraland er sko rammgirt.
Bæjarlækurinn vel brúaður.
Og ævintýralands eigandinn var gestrisinn og skemmtilegur, takk kærlega fyrir okkur.
Þarna sýndi hrossaræktarráðunauturinn ótvíræða klifur og fimleikahæfni og slapp út úr ævintýralandinu.
Gaman var að koma í Hornafjörðinn og móttökurnar hreint frábærar.
Fundurinn var ágætlega sóttur og áttum við gott spjall við heimamenn og er alveg ljóst að það er hugur í hestamönnum í Hornafirði.
Snemma morguns 17 mars flugum við svo til Reykjavíkur.
Þarna er rellan sem skilaði okkur í bæinn, svo sem ekki stór en gerði sitt gagn með sóma.
Það hefur verið frábært að fá tækifæri til að hitta hestamenn vítt og breytt um landið, sjá hvað þeir eru að gera og skoða fullt af spennandi hrossum.
Þar með lauk þessari skemmtilegu fundaferð okkar um landið, ferð sem vonandi gerði bæði okkur og öðrum hestamönnum gagn og gaman.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir