19.03.2010 23:02
Ferðasagan heldur áfram en gengur hægt.
Egilsstaðir hér komum við........sko mánudagskvöldið 15 mars..............það hefur bara ekki fundist tími til að segja ykkur fréttir. Þið megið ekki skilja það sem svo að við höfu skriðið beint á barinn þegar við komum austur nei ekki aldeilis. Mér fannst þetta borð bara alveg snild og vel til þess fallið að gegna því hlutverki að vera skilti.
Við sem sagt flugum frá Reykjavík síðdegis og smelltum okkur beint á fund þegar við komum austur. Mér hlýnaði nú bara um hjartarætur hversu vel var tekið á móti okkur fyrir austan og alltaf gaman að hitta góða kunningja. Valli og þið öll takk fyrir okkur.
Fundurinn var skemmtilegur og miklar umræður um hin ýmsustu mál.
.................og af því ég er svo hrifin af gömlu dóti þá varð ég að láta þetta fylgja með drauma plötuspilarinn.
Það var eins og ég hefði valið bílaleigubílinn alveg sjálf...............hvað annað en Patrol???
Guðlaugur þorði samt ekki annað en fara vel yfir gripinn................við voru jú að leggja í fjallaferð.
Við byrjuðum á því að líta við hjá ræktendum á Úlfsstöðum, þarna er Guðlaugur að skoða ung stóðhestsefni í blíðunni. Sá grái undan Gusti leit vel út.............já ég er Gustsaðdáandi.
Þau voru falleg folöldin á Úlfsstöðum enda sjáið þið hvað ,,bekkurinn,, var þétt setinn.
Jónas, Úlfsstaðabóndinn, Pétur, Bergur, Kristinn og Guðlaugur.
Þarna er ferðin rétt að byrja og mun ég á næstu dögum bæta við ferðasöguna, einnig er mikið um að vera hjá okkur þessa dagana.
Þannig að ég mun færa ykkur fréttir af sónarskoðun, dómstörfum, aftekningu og ýmsu fleiru.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir