06.03.2010 22:06

Eyjafjörður............ferðasaga.



Þetta fína skilti sá ég í Skagafirði svo skrítið sem það nú er en ég gat ekki annað en myndað það svona til að eiga hugmyndina ef á þyrfti að halda. Gauka kannske hugmyndinni að mínum æviráðna hreppsstjóra........ æi nei þetta er fínnt hjá okkur hér í sveit eins og það er.
Ég hef vellt því fyrir mér hvort þetta skilti hafi eitthvað með val á landsmótsstað að gera........aldrei að vita hvað þar réði för en hver veit ?
 
En nú ætla ég að halda áfram með ferðasöguna af ferðalaginu góða norðan heiða.

Þegar við höfðum snætt ljómandi morgunverð að hætti Akureyringa brunuðum við í hesthúsahverfi þeirra Léttirsmanna á Akureyri.
Þar hittum við fyrir hressa hestamenn sem voru reyndar að leggja af stað í vikulegan rekstur.
Resktrinum var hinsvegar slegið á frest og í staðinn hellt á könnuna og okkur boðið uppá dýrindis kaffi. Skemmtilegt spjall og sögur úr ,,mislitum,, heimi hestamennskunnar.
Takk fyrir okkur Baldvin Ari og félagar.
Frá Akureyri var svo ferðinni heitið að Skriðu til þeirra Þórs og Sigríðar, þar beið okkar kaffi og skemmtilegt spjall.



Og við sluppum í fjárhúsin líka........... skemmtilegt að skoða gullfallegt fé og ekki síður nýtt hús sem hýsir bæði sauðfé og hross.



Þór sýndi okkur kind sem var sérstaklega lágfætt og lærin eins og alla kokka dreymir um.



Málin rædd Guðlaugur, Kristinn, Sigríður og Þór.




Auðvitað var þessi gullfallega Moladóttir skoðuð vel og vandlega, Guðlaugur ekki daglegur gestur í Skriðu svo það var rétt að nota kappann.



Skriðuhúsfreyjan og Kristinn fylgjast vel með, já það var mjög gaman að koma í Skriðu og ræða við ábúendur þar og ekki síður skoða nýbyggt og skemmtilegt hús.

Þá var ferðinni heitið í Húnavatnssýsluna, meira um það síðar.