27.02.2010 23:14
Ja hérna.
Þessi dama fór í smá veikindafrí og notar það vel er fylfull við Aldri frá Brautarholti.
Annars er allt gott að frétta úr hesthúsinu verð meira að segja að vera þakklát fyrir risjótt veður nokkra dag því þá komst skikk á járningamálin.
Svo eru bara nokkuð mörg skemmtileg verkefni sem liggja fyrir í hesthúsinu.
Mér finnst íslendingar skemmtilegir...........................
Einu sinni voru allri bara venjulegir stunduðu vinnu, fóru í frí, áttu áhugamál, voru stundum blankir og stundum ríkir. Sem sagt uppfylltu öll skilyrðin sem var svo vel komið fyrir í einni setningu. Vinna, sofa og éta.......stundu var svo einhverju fleira smellt með í setninguna á tillidögum.
Svo kom tímabilið sem aldrei ,,gat,, breyst og átti að vara til eilífðar...............allir ríkir og allir höfðu vit á öllu og ef ekki þeir þá vissi ,,besti,, vinurinn það. Ef að maður leyfði sér að efast um eitthvað þá var það bara vanþekking af því að búa í fjöllunum.
Allir áttu að kaupa hlutabréf í banka það gat ekki klikkað................en það klikkaði.
Allir áttu að keyra á heilsársdekkjum annað var rugl..............jafnvel þó þau væru ekki að gera sig og virkuðu ekki í hálku.
Allir áttu að vernda náttúruna................en trilltu á trukkum alla daga, sóuðu og flugu svo heimshornana á milli en friðuðu samviskuna með moltutunnu í garðinum.
Allir áttu að borða hollt og það var að sjálfsögðu best ef að það var langt að komið og allir áttu að fara í megrun jafnt vænir sem rírir.
En hvar stöndum við í dag ????
Okkur langar ekki að eiga banka.
Við erum skítblönk.
Við verðum að keyra á nöglum því við höfum ekki efni á tjóni.
Við svínum á náttúrunni...............og þó ?
Trukkurinn minnkar og breytist í Yaris, við fljúgum í huganum og seljum helv.... moltutunnuna.
Við etum það sem að kj.... kemur, látum bara engan sjá þegar við borðum óhollt og segjum ekki frá því.
Þorum ekki í megrun og friðum samviskuna með því að segja ,,lífið er yndislegt,,
Eigið góðar stundir elskurnar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir