23.02.2010 21:05

Kuldaboli bítur mig.



Þarna eru þeir félagar Mummi og Dregill frá Magnússkógum á góðum degi en Dregill er nú kominn á járn. Hann hefur verið í góðu fríi og nú hefjast bara megrunnar og mýkingaæfingar.
Hann er einn af þessum skemmtilegu Gustsbörnum sem ég var að tala um í gær.



Þarna eru svo Mummi og Dregill, Skúli og Freyja frá Lambastöðum að ríða út í blíðunni.

Þetta var heldur kaldur dagur svo það var bara tekið á því í járningunum ekki veitir víst af.
Það er eins með járningarnar og vikudagana mér finnst alltaf vera mánudagur og mörg hross komin að járningu. En þó nokkur afrek voru unnin í þeim málum í dag.
Mér hefur verið talin trú um að einungis sér og hámenntaðir snillingar geti járnað einkaleikfang húsfreyjunnar Sparibleik svo vel sé. Er reyndar farin að efast um þetta held að þetta komi frekar til af því að þeir sem séu samtíða okkur Sparibleik dags daglega telji það mun friðvænlegar að bera ekki persónulega ábyrgð á verkefninu ef að illa fer.
Játa fúslega að andrúmsloftið var frekar spennuþrungið síðasta sumar þegar skeifur, botnar og hálfir hófar fuku út um víðan völl og húsfreyjan ekki búin að nota gripinn eins og hún ætlaði sér. Nú er bara að bíða og sjá hvort að einhver birtist og bíður fram þjónustu sína til að bjarga hófum og heimilisfriði.

Nú er bara að vona að það verði gott veður á næstunni nóg er að gera í hesthúsinu svo líður tíminn svo hratt að innan tíðar brestur á með rúningi, páskum og Guð veit hvað.

Bara svona í lokin...............það væri nú gaman ef að þið smelltuð inn línu í gestabókina hjá okkur.