23.02.2010 00:26
Hann Colgatekallinn.
Þið haldi vafalaust að þetta sé auglýsing frá Colgate en svo er nú ekki, þetta segir bara til um ástand húsfreyjunnar þegar hún er að skrifa þessar línur........frekar sibbin.
Ljómandi góður dagur að baki gott veður og mörg hross hreyfð svo bættist líka við í ,,Gustssafnið,, hjá okkur svo að dagurinn var ánægjulegur. Þó svo að ég dragi ekki hross í dilka eftir ætterni verð ég samt að játa fyrir ykkur einlæga aðdáun mína á afkvæmum Gusts frá Hóli. Það er sannarlega ekki ytri fegurð sem ræður þar mestu heldur þetta skemmtilega samvinnufúsa geðslag og góða ganglag. Hér voru eitt sinn 9 Gustsafkvæmi á sama tíma í heshúsinu þá var gaman. Gustsafkvæmi eru ekki gallalaus frekar en við hin en hreinlega mín uppáhalds.
Ég brunaði í gær norður á Blönduós með tveimur skemmtilegum fylgdarsveinum, erindið var að sækja endurmenntun íþróttadómara. Það var gaman að fara norður í svona björtu og fallegu vetrarveðri. Námskeiðið var ljómandi gott og farið yfir þau mál sem oft hafa orðið út undan við samhæfingu dómara. Mesta áherslan var löggð á gæðingaskeið og slaktaumatölt.
Svo er alltaf gaman að hitta aðra dómara, spjalla og bera saman bækur sínar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir